Fara í efni

Sala

Fjölgeisladýptarmælir

Ríkiskaup fyrir hönd Landhelgisgæslunnar óskar eftir tilboðum í fjölgeisladýptarmæli.

Tækið er fjölgeisladýptarmælir (e. multibeam echosounder) af gerðinni RESON SEABAT 8101, sérhæft tæki til dýptarmælinga t.a.m. vegna sjókortagerðar. Mælirinn var keyptur nýr árið 2005 og hefur síðan þá verið undir sjómælingabátnum Baldri. Mælirinn var í góðu lagi þegar hann var tekinn úr notkun í byrjun þessa árs. Mælirinn selst í því ástandi sem sést á myndum.

Þeir hlutir sem fylgja í sölunni eru botnstykki (sendir og móttakari), stjórneining (processor) og track-ball mús. Kaplar fylgja ekki. 

Lágmarksverð, 10.000 evrur.

Tilboð skulu berast á utbod@rikiskaup.is fyrir kl.12:00 þann 17.apríl 2019.

Frekari upplýsingar eru hér:

Operation Manual

Product spec

 

Uppfært 10. apríl 2019