Fara í efni

Sumarhús til flutnings - VMA

Tilboð óskast í sumarhús til flutnings, staðsett á lóð Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) og byggt af nemendum í húsasmíði, rafvirkjun og pípulögnum.

Um er að ræða timburhús, 64 m2 að grunnfleti með svefnaðstöðu og geymslu á lofti.

sing:

Að utan er húsið klætt hvítmálaðri bandsagaðri vatnsklæðningu frá Húsasmiðjunni og járngráu bárujárni, klæðning bárujárns á útveggi verður klár við sölu. Þak er bárujárnsklætt. Þakkantar eru klæddir að hluta til. Í húsinu eru timburgluggar og úthurðir frá Berkinum ehf. Lagt er fyrir rafmagni og neysluvatni í húsinu, búið er að leggja fyrir gólfhita og tengja í kistu, þá er eftir að setja gólfniðurföll í sturtu og í þvottahús. Innveggir eru klæddir gifsplötum, ómálaðir. Um, 10% er eftir í veggjaklæðningum innanhúss. Á gólfi eru 21mm nótaðar rakavarðar spónaplötur og gólfhitalagnir í takkadúk þar ofan á. Húsið er án endanlegra gólfefna, loftaklæðninga, innréttinga og innihurða. Rafmagn er fullklárað með tilbúinni rafmagnstöflu. Húsið er einangrað með 150mm steinull í gólfi, 150mm steinull í útveggjum og þak er einangrað með 220mm steinull. Gluggar eru allir með tvöföldu TopN+ gleri. Húsið selst í því ástandi sem það er í á tilboðsdegi.

Skoðun:

Húsið verður til sýnis eftirfarandi daga:

  • Þriðjudaginn 31. maí kl. 14.00 – 15:00.
  • Fimmtudaginn 2. júní kl. 16:00 - 18.30.

Húsið stendur á norðurplani við byggingadeild VMA. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu VMA og á facebook síðu byggingadeildar. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 464 0300, hjá brautarstjóra byggingadeildar í síma 896 6731 og Ríkiskaup í síma 530 1400.

Húsið er tilbúið til flutnings og þarf kaupandi að fjarlægja það eigi síðar en 15. ágúst 2022.

Tilboðum skal skila rafrænt fyrir kl. 13:00 mánudaginn 6. júní 2022 á rikiskaup.is 

Hægt er að skila inn tilboði með því að ýta HÉR

Verkmenntaskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Uppfært 27. maí 2022