Fara í efni

Innkaupamót

Í tengslum við innkaupadaginn 2020  þann 19. mars nk.  verður haldið  innkaupamót sama dag frá kl. 10.00 - 12.00.

Innkaupamót er vettvangur fyrir opinbera aðila og verkefnisstjóra Ríkiskaupa að hittast til að leysa áskoranir sem opinberir aðilar standa frammi fyrir í innkaupum.  
Innkaupamótinu er ætlað að styðja við alla innkaupaferla. 

Opinberir aðilar sem vilja nýta sér þetta tækifæri þurfa að skrá sig til þátttöku og lýsa áskoruninni.

Skráning á innkaupamót

Í  kjölfarið  hefur ráðgjafi Ríkiskaupa samband og bókar tíma til að fara yfir hvernig mæta megi áskoruninni, nokkurs konar hrað-stefnumót (Match Making) . 

Hver fundur stendur í 15 mínútur þar sem farið er yfir mögulegar lausnir og ef þarf er framhaldsfundur bókaður. 

Lokað verður fyrir skráningu þann 12. 03.2002.

Uppfært 14. janúar 2020