Fara í efni

Innkaupamaður ársins

Í tengslum við innkaupadaginn 2020 verður valinn innkaupamaður ársins það er sá sem  þykir hafa skarað fram úr í innkaupum á vegum hins opinbera (stofnanir og sveitarfélög). 

Tilnefning á innkaupamanni ársins 

Allir geta sent inn tilnefningar en opið er fyrir þær til 10.02.2020.
Dómnefnd mun vinna úr tilnefningum  og verður viðurkenning afhent á innkaupadeginum. 

Markmið

Markmiðið með  vali á innkaupamanni ársins er að vekja athygli á framúrskarandi starfi innkaupafólks  og hvetja þá sem sjá um innkaup hjá ríki og sveitarfélögum til að auka þekkingu sína og færni í innkaupum. 

Viðmið

Þau viðmið sem litið er til eru:
  • Ávinningur innkaupa,  t.d. sjáanlegur sparnaður.
  • Nýsköpun og þróun.
  • Vistvæn innkaup.
  • Notkun örútboða og eða sameiginlegra innkaupa.
Uppfært 13. janúar 2020