Fara í efni

Fréttabréf, nóvember 2022

Fréttabréfið er sent til viðskiptavina Ríkiskaupa með það að markmiði að gefa reglulega gagnlegar upplýsingar og fróðleik sem vert er að fylgjast með.

Skráning hafin á Nýsköpunarmót!  

Dagur: 29.11.2022
Tími: 08:30 - 10:30
Staður: Háskólatorg (Litla torg)

Morgunstund með tengslamyndun og innblæstri um opinbera nýsköpun.


Innkaupaskólinn

Í vetur munu Ríkiskaup fara af stað með Innkaupaskólann hjá fræðslusetrinu Starfsmennt í samstarfi við Þróunar- og símenntunarsjóð Sameyki og Starfsþróunarsetur háskólamanna.

Um opna námsleið er að ræða þar sem markmiðið er að auka þekkingu hjá kaupendum og bjóðendum um opinber innkaup og ná þannig settu marki um hagkvæmni, jafnræði og virka samkeppni í opinberum innkaupum.


Gagnvirk Innkaupakerfi (DPS) 

Um er að ræða rafræn kerfi sem eru að mörgu leyti opnari og sveigjanlegri en hefðbundnir rammasamningar.

Birgjar geta fengið aðgang að kerfinu hvenær sem er, að nánari skilyrðum uppfylltum, og kaupendur geta haft aðgang að hæfum birgjum í sínum flokkum.

Öll innkaup innan kerfanna fara fram með milligöngu Ríkiskaupa.


Kaupendagátt Ríkiskaupa

Í kaupendagáttinni geta aðilar að rammasamningum séð yfirlit yfir viðskipti síðustu tveggja ára, þ.e.a.s. innkaup eftir flokkum og einstökum samningum birgja.

Til þess að fá leiðbeiningar um innskráningu má smella á hlekkinn hér að neðan.


Sameiginlegt útboð á rafbílum

Hjá Ríkiskaupum er nú hafinn undirbúningur vegna sameiginlegs útboðs A-hluta stofnana á rafbílum fyrir árið 2022.

Markmið ríkisstjórnarinnar að hraða orkuskiptum í samgöngum. Sameiginlegt útboð á rafbílum er mikilvægur liður í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og styður við framkvæmd heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna með raunverulegum hætti.


Rammasamningar í vinnslu

Nýir samningar: 
Prentlausnir 
Raftæki 
Byggingavörur 
Túlka- og þýðingarþjónusta 
Umhverfis-, skipulags- og byggingarmál 
Síma- og fjarskiptaþjónusta 
Flugsæti- millilanda- og innanlandsfargjöld 
Mögulegar framlengingar​:

Kjöt og fiskur
Hreinlætisvörur 
Bleiur, undirlegg og bindi

Uppfært 4. nóvember 2022