Fara í efni

Vellukkað Nýsköpunarmót 2022

Nýsköpunarmót var haldið þann 29. nóvember sl. fyrir fullum sal áhugasamra kaupenda og seljenda um nýsköpun í opinberum rekstri.

Markmið Nýsköpunarmóts eru að efla vitund um tækifærin sem felast í opinberri nýsköpun og hversu mikilvæg tól opinber innkaup eru til að efla nýsköpun. Einnig er Nýsköpunarmót mikilvægur vettvangur til að koma á samtali á milli opinberra aðila og nýskapandi fyrirtækja.

Bjarni Benediktsson í ræðupúlti

Í setningarávarpi sínu ræddi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra sérstaklega um tækifæri sem felast í innkaupum hina opinbera til að leysa úr læðingi krafta nýsköpunar og hversu mikilvægt samtal milli opinbera geirans og almenna markaðarins væri.

Aðrir frummælendur voru Stefán Þór Helgason, sviðsstjóri nýsköpunar- og viðskiptaþróunar Ríkiskaupa sem fór yfir markmið og hugmyndafræði mótsins og Sveinbjörn Ingi Grímsson, sérfræðingur í opinberri nýsköpun sem kynnti innkaupaleiðir fyrir nýsköpun.

Vefsíða Nýsköpunarmótsins var sérstaklega kynnt þar sem opinberir aðilar og nýsköpunar- og sprotafyrirtæki koma að sama borði til að ræða áskoranir og leita lausna. Á Nýsköpunarmótinu voru nokkrar slíkar áskoranir kynntar, þær voru:

  • Framtíð launaseðla hjá Fjársýslu ríkisins
  • Matarapp ríkisins
  • Stafrænt starfsmannakort
  • Heimaspítali fyrir aldraða

Upptökur frá Nýsköpunarmótinu og kynningar á áskorunum.

Myndir frá Nýsköpunarmótinu.