Fara í efni

Vegna væntanlegs útboðs á millilandafargjöldum

Þar kemur m.a. fram að kostnaður ríkissjóðs vegna allra ferða erlendis árið 2013 nam um 900 milljónum króna.
Við bókun ferða á vegum ríkisins ber að líta til heildarkostnaðar . Meginþættir sem hafðir eru í huga eru verð flugferða, gisting og uppihald á ferðalögum, lengd ferðar og  tímasetning tengiflugs.  Af þessu leiðir að oftast er keyptur miði á almennu farrými, eða í um 90% tilvika.

Ríkið hefur í gegnum tíðina gert samninga við flugfélög um afsláttarkjör, bæði hérlend og erlend og var síðasta rammasamningsútboð á farmiðum árið 2011.  Í útboðinu kom skýrt fram í fylgigögnum að einstaklingi ætti ekki að vera mögulegt að afla sér fríðinda fyrir ferðir sem farnar eru á vegum ríkisins.

Í því útboði sem nú er unnið að vegna innkaupa á flugsætum fyrir starfsmenn ríkisins til og frá landinu, er eins og áður haft að leiðarljósi að einkahagsmunir þess starfsmanns  sem ferðast hverju sinni ráði ekki vali á flugfélagi.

Sjá nánar á vef fjármála- og efnahgsráðneytisins. (Opnast í nýjum vafraglugga)