Fara í efni

Útlendingastofnun óskar eftir húsnæði fyrir hælisleitendur

Gerð er krafa um að húsnæðið sé á höfuðborgarsvæðinu, sé í göngufæri við matvöruverslun/verslanir og nálægt almenningssamgöngum. Húsrýmisþörf er áætluð um 500 m² brúttó miðað við lágmarkslofthæð gildandi byggingarreglugerðar. Í húsnæðinu skulu vera 25-30 herbergi. 

Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulag þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, afhendingatíma, staðsetningu og aðkomu.