Fara í efni

Útboð á nýjum björgunarskipum Landsbjargar

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur auglýst útboð á þremur nýjum björgunarskipum. 

Útboðið er eitt stærsta einstaka fjármögnunarverkefni sem Landsbjörg hefur ráðist í en fyrirhugað er að skipin verði tekin í notkun fyrir árslok 2023.  Það er haldið á grundvelli samkomulags við dómsmálaráðuneytið um að ríkið fjármagni hluta verkefnisins.  

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og hefur undirbúningur þess staðið yfir frá miðju síðasta ári. Gert er ráð fyrir að smíði á fyrsta skipinu hefjist fyrir haustið.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir: "Landsbjörg hefur með dyggri aðstoð Ríkiskaupa og vinnuhóps ráðuneyta sniðið útboðslýsinguna að hlutverki skipanna. Að verkinu hefur einnig komið nýsmíðanefnd björgunarskipa frá Landsbjörgu en í henni eiga sæti reynslumiklir sjálfboðaliðar úr áhöfnum björgunarskipa Landsbjargar.“

Útboðsauglýsing