Fara í efni

Tveir nýir rammasamningar um miðlægan tölvubúnað

Ríkiskaup hafa nýlega gert tvo nýja rammasamninga um miðlægan tölvubúnað, annars vegar um gagnageymslur og hins vegar um netþjóna. Samið var við forgangsbirgja í hvorum samningi um sig, við Origo ehf. (áður Nýherji hf.) í gagnageymslum og við Opin kerfi hf. um netþjóna.

Í samningnum um netþjóna eru Opin kerfi hf. eru skilgreind sem forgangsbirgi Ríkiskaupa næstu þrjú árin. Kaupandi skal eiga viðskipti við forgangsbirgja þegar verðmæti fyrirhugaðra kaupa er undir  kr. 500.000 með vsk., svo fremi sem varan sem um er að ræða geti nýst og henti í tæknilegu umhverfi hans. Aðrir birgjar eru TRS ehf., Sensa ehf. og Nýherji hf.

Samningar voru undirritaður í kjölfar útboðsferlis sem lauk nýverið og er markmiðið með þeim að tryggja ríkisstofnunum hagkvæmari verð á miðlægum tölvubúnaði. Allar stofnanir og fyrirtæki í meirihluta eigu ríkisins á hverjum tíma eru aðilar að rammasamningum ríkisins.

„Samningur við forgangsbirgja í kjölfar útboðsins er góð leið til að draga úr og halda í við kostnað í rekstri ríkisins og einfalda alla innkaupaferla,“ segir Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa. Tilboð Nýherja hf. í samningi um gagnageymslur hljóðaði upp á um 92 prósent  af kostnaðaráætlun og tilboð Opinna kerfa hf. í samningi um netþjóna var um 65 prósent af kostnaðaráætlun sem þýðir að áætlaður sparnaður ríkisins af þessum tveimur samningum á ársgrundvelli geti numið allt að 85  milljónum króna.“