Fara í efni

Tilkynning um fyrirhuguð útboð bandarískra yfirvalda

Ríkiskaup fyrir hönd Utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslu Íslands vekja athygli á auglýsingu bandarískra yfirvalda um fyrirhugað útboð á fastverðssamningi um hönnun og verkframkvæmd vegna viðgerða og endurbóta á öryggisssvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Verkefnið felur í sér viðgerðir og endurbætur á slitlagi og lýsingarkerfi. Vinna við slitlag felur í sér viðhald og endurbætur á flugvélastæðum og akstursbrautum. Vinna við lýsingarkerfið felur sér að endurnýja lýsingu á akstursbrautum og flugvélastæðum.Bandarísk yfirvöld fjármagna og bjóða út þessa hönnun/framkvæmd og munu eingöngu semja við íslensk og/eða bandarísk fyrirtæki. Þar sem framkvæmd þessi er alfarið fjármögnuð af bandarískum yfirvöldum lýtur hún ekki íslenskum lögum og reglum um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að verkefnin tvö verði unnin samhliða. Verkefnin skulu skulu vera í samræmi við alþjóðlegar reglugerðir um flugvelli og kröfur Landhelgisgæslu Íslands, Atlantshafsbandalagsins og Isavia. Verkefnin verða unnin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu þurfa m.a. að uppfylla öryggis- og trúnaðarkröfur varnarmálalaga, reglugerð 959/2012 varðandi öryggisvottun og reglur sem gilda um aðgang að öryggissvæðum Keflavíkur- flugvallar, sbr. t.d. reglugerð nr. 750/2016 og aðrar þær kröfur sem gerðar verða í útboðsgögnum.Framkvæmdatíma verkefnanna hefst lýkur u.þ.b. 800 dögum eftir að samningur kemst á. Kostnaðaráætlun verkefnis þessa er 11.500.000 Bandaríkjadalir. Krafist er framkvæmdatryggingar í samræmi við FAR 52.228-15.Aðeins fyrirtæki sem hafa skráð sig í gagnagrunn bandarískra yfirvalda á www.sam.gov geta tekið þátt í útboðsferlinu. Fyrirhugað er að birta útboðsgögnin um 2. apríl næstkomandi á slóðinni www.neco.navy.mil and www.fbo.gov og þar verða einnig birtar breytingar á útboðsgögnum þar til lokafrestur til að skila tilboðum rennur út. Sjá allar nánari upplýsingar í meðfylgjandi skjali á ensku.