Fara í efni

Skýr ávinningur af sameiginlegum örútboðum í rammasamningum

14 stofnanir tóku þátt í örútboði á ljósritunarpappír innan rammasamnings um skrifstofuvörur. Niðurstaðan í pappírs-örútboðinu var 55% afsláttur frá listaverði bjóðanda. Samið var við Odda um kaup á um 6000 kössum af pappír til afhendingar á 12 mánaða tímabili.

8 stofnanir tóku þátt í fyrsta sameiginlega örútboði á far- og borðtölvum sem Ríkiskaup stóðu fyrir innan rammasamnings um tölvur og hugbúnað. Þegar ráðist er í slík innkaup geta bjóðendur sótt betri afslætti til birgja, mögulegt er að sleppa aukabúnaði sem ekki nýtist kaupanda og svo næst veruleg hagræðing með stærri afhendingum í kjölfarið. Það má segja að sparnaður ríkisins sé um 20% sem skilar sér í mjög hagkvæmum innkaupum á vönduðum búnaði ásamt því að tölvuumhverfi stofnana verður einsleitara. Skilmálar örútboðsins gerðu miklar kröfur á gæði og þjónustu en vissulega spilar verðið stærstan þátt í vali á bjóðanda.  Samið var við Nýherja hf. um kaup á a.m.k. 450 far- og borðtölvum frá Lenovo. 

Í ljósi þessa frábæra árangurs er ljóst að sameiginleg örútboð stofnana innan rammasamninga eru leið sem mun verða farin í fleiri samningum en þegar er komið á áætlun næsta far- og borðtölvu-örútboð auk þess sem í undirbúningi eru önnur sameiginleg örútboð i rammasamningi um tölvur og hugbúnað.

Fjallað er um árangur örútboðanna og fleiri innkaupaverkefni ífrétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins (Opnast í nýjum vafraglugga) .