Fara í efni

Ríkiskaup kynna nýtt fyrirkomulag við skil á veltutölum

Framvegis er gerð krafa um rafræn skil á veltuupplýsingum. Í þeim tilgangi hefur verið tekin í notkun sérstök vefgátt á vef Ríkiskaupa. Fyrirtæki (rammasamningsaðilar) munu þurfa að skrá sig inn í gáttina í gegnum auðkenningu hjá Island.is, með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Þetta fyrirkomulag ætti að auðvelda birgjum skil á upplýsingum auk þess sem það gerir alla meðferð og úrvinnslu mun auðveldari fyrir okkur hjá Ríkiskaupum.

Vefgáttin mun verða í stöðugri þróun og það er von okkar að fljótlega muni innskráðir seljendur geta séð meiri upplýsingar um stöðu sína í rammasamningi, inni í gáttinni.

Sjá nánar á vefnum okkar undir VEFGÁTT.