Fara í efni

Rekjanleikakerfi fyrir skurðstofuáhöld fyrir Dauðhreinsunardeild Landspítalans

Á næstunni mun fara fram útboð á vegum Ríkiskaupa á rekjanleikakerfi fyrir skurðstofuáhöld fyrir Dauðhreinsunardeild Landspítalans (LSH). 

 Áður en til útboðs kemur mun væntanlegum bjóðendum gefast kostur á að kynna hvaða hugbúnaðarlausnir þeir geta boðið frá seljendum sem uppfylla kröfur Medical Device Directive 2017/745. Sérstök áhersla verður lögð á að safna upplýsingum um hvernig mögulegt er að merkja núverandi verkfæri LSH með tilliti til eftirfylgni.

 Markmið fundarins er að fá upplýsingar um nýjungar sem í boði eru bæði með tilliti til klínískrar notkunar, gæða og hagræðingar. Leitað er eftir lausnum og tillögum frá seljendum/framleiðendum varðandi endurhönnun á flæði verkfæra.  Einnig verða tengingarmöguleikar kerfisins við önnur hugbúnaðarkerfi spítalans skoðaðir/rýndir. Hvaða hindranir við innleiðingu þarf að yfirstíga og hvaða framtíðarsýn hafa seljendur hugbúnaðarins með tilliti til framþróunar?

 Tilgangur þessara kynninga er að safna saman upplýsingum um rekjanleika.

 Áhugasamir sendi inn ósk um þátttöku í kynningunni fyrir 22. febrúar 2019, á eftirfarandi tölvupóstfang dyrleifj@landspitali.is merkt: "Rekjanleikakerfi fyrir skurðstofuáhöld"

Reikna má með að hver þátttakandi fái um 2 klst. til kynninga. Kynningar munu fara eftir nánara samkomulagi við bjóðendum í mars.