Fara í efni

Rafrænt útboðskerfi Tendsign - námskeið í boði 16. maí

Ríkiskaup hafa innleitt rafrænt útboðskerfi, sem ætlað er að einfalda aðgengi að opinberum útboðum og draga úr umsýslukostnaði kaupenda og seljenda. Má þar nálgast endurgjaldslaust útboðsauglýsingar og útboðsgögn.

Í stað þess að koma tilboðum til Ríkiskaupa á pappír í lokuðum umslögum, eins og verið hefur, gera bjóðendur nú rafrænt tilboð. Með þessu nýja lagi er öll umsýsla einfaldari og fljótlegri þar sem framsetning og skil gagna sem og úrvinnsla þeirra er með rafrænum hætti.

Vonir standa til þess að þátttaka mögulegra bjóðenda aukist samfara þessu nýja og aðgengilega útboðskerfi.  Tilboðstími útboða styttist, gagnaframsetning verður skilvirkari og úrvinnsla að mestu rafræn.

 Stutt námskeið hvernig bjóðendur geta notað nýja rafræna útboðskerfið verður haldið hjá Ríkiskaupum 16.05.2019 kl 13:00         Skráning hér