Fara í efni

Prentun - Nýr rammasamningur

Frábrugðið eldri samningum er að nýi prentsamningurinn tekur EKKI til endurprentunar, prentunar á önnur efni en pappír eða prentunar á límmiðum. Samið var um nýprentun í eftirfarandi þjónustuflokkum:

1.      Skrifstofuvörur (bréfsefni, umslög, nafnspjöld o.fl.)

2.      Bækur og skýrslur (ársskýrslur, rannsóknarskýrslur, bækur o.fl.)

3.      Kynningarefni (veggspjöld, bæklingar o.fl.)

Allir seljendur þessa rammasamnings eru aðilar að öllum þremur flokkum útboðsins

Í samningnum er gerðar skýrar vistvænar kröfur til að koma til móts við stefnu ríkisins um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur.

Stuðst var við „Umhverfisskilyrði prentþjónustu“ á  og gerð krafa um umhverfisvottun.

Eftirfarandi aðilar eru handhafar Svansvottunar við gildistöku samnings: Ísafoldarprentsmiðja Litróf prentsmiðja Prentsmiðjan Oddi Svansprent ehf og Umslag ehf

Eftirfarandi aðilar eru í ferli til að öðlast Svansvottun og hafa skuldbundið sig til að skila inn vottun innan 6 mánaða frá gildistöku samnings: Litlaprent ehf, PIXEL ehf og Prenttækni ehf.