Fara í efni

Prentun - Nýr rammasamningur

Frábrugðið eldri samningum er að nýi prentsamningurinn tekur EKKI til endurprentunar, prentunar á önnur efni en pappír eða prentunar á límmiðum. Samið var um nýprentun í eftirfarandi þjónustuflokkum:

1.      Skrifstofuvörur (bréfsefni, umslög, nafnspjöld o.fl.)

2.      Bækur og skýrslur (ársskýrslur, rannsóknarskýrslur, bækur o.fl.)

3.      Kynningarefni (veggspjöld, bæklingar o.fl.)

Allir seljendur þessa rammasamnings eru aðilar að öllum þremur flokkum útboðsins

Nánar um nýjan rammasamning um prentun á rammavefnum.

Í samningnum er gerðar skýrar vistvænar kröfur til að koma til móts við stefnu ríkisins um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur.

Stuðst var við „ Umhverfisskilyrði prentþjónustu (Opnast í nýjum vafraglugga) “ á VINN.is og gerð krafa um umhverfisvottun.

Eftirfarandi aðilar eru handhafar Svansvottunar (Opnast í nýjum vafraglugga) við gildistöku samnings: Ísafoldarprentsmiðja Litróf prentsmiðja Prentsmiðjan Oddi Svansprent ehf og Umslag ehf

Eftirfarandi aðilar eru í ferli til að öðlast Svansvottun og hafa skuldbundið sig til að skila inn vottun innan 6 mánaða frá gildistöku samnings: Litlaprent ehf, PIXEL ehf og Prenttækni ehf.