Fara í efni

Nýtt námskeið um opinber innkaup

ATH: Fullt er á námskeiðið 6.-7. október. Næsta námskeið verður haldið dagana 27.-28. október. Skráið ykkur endilega sem fyrst til að tryggja að þið komist að.

Námskeiðið er uppbókað!

Námskeiðið er haldið kl. 09:00-12.30 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ, Stakkahlíð og skiptist á tvo daga:

Fyrri dagur námskeiðsins miðar að því að auka skilning og þekkingu þátttakenda á lagalegu umhverfi opinberra innkaupa. Markhópurinn fyrir þennan hluta  námskeiðsins eru: Forstöðumenn, lögfræðingar, innkaupa-, fjármála- og rekstrarstjórar, sem og aðrir starfsmenn sem sjá um innkaup hjá stofnunum ríkisins og hjá sveitarfélögum.

Síðari dagur námskeiðsins miðar að því að auka skilning og þekkingu þátttakenda á framkvæmd opinberra innkaupa, sem og að þátttakendur öðlist færni í að nýta færar innkaupaleiðir og stjórna innkaupum í framhaldinu. Markhópurinn fyrir síðari hluta námskeiðsins eru: Innkaupa-, rekstrar- og fjármálastjórar og aðrir starfsmenn sem sjá um innkaup hjá stofnum ríkisins og hjá sveitarfélögum. 

Fyrirlesarar eru sérfræðingar frá Ríkiskaupum:

·        Dagmar Sigurðardóttir, hdl., yfirlögfræðingur hjá Ríkiskaupum

·        Hildur Georgsdóttir, hdl., lögfræðingur hjá Ríkiskaupum

·        Guðmundur Hannesson, forstöðumaður ráðgjafarsviðs hjá Ríkiskaupum

·        Birna G. Magnadóttir, fræðslustjóri hjá Ríkiskaupum

Nánar á vef Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Námskeiðið stendur einnig til boða í fjarnámi fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem starfa á landsbyggðinni.