Fara í efni

Nýsköpun, hagræðing, sparnaður og bætt þjónusta

Á síðustu misserum hefur krafan um aukið aðhald í ríkisfjármálum orðið sífellt fyrirferðameiri í samfélaginu.

Ríkiskaup spila þar lykilhlutverk þar sem eitt af markmiðum stofnunarinnar er að skila viðskiptavinum sínum tífalt meira virði í formi hagstæðari kjara, sparnaðar og nýsköpunar.

Í stjórnarsáttmálanum og innkaupastefnu ríkisins kemur m.a. fram að hið opinbera þurfi að:

  • auka samstarf opinbera aðila og nýsköpunar- og sprotafyrirtækja
  • veita opinberum aðilum stuðning við innkaup nýskapandi lausna
  • efla þekkingu opinberra og einkaaðila á tækifærum í opinberri nýsköpun
  • koma á samvinnu með markaðsaðilum um nýsköpunar- og þróunarverkefni.

Sambærileg nálgun er ríkjandi í nýsamþykktri Fjármálaáætlun þar sem kallað er eftir aukinni þátttöku nýsköpunarfyrirtækja í innkaupum ríkisins. Ávinningur nýskapandi lausna er margþættur, þar sem oftar en ekki stuðlar slík innleiðing að sparnaði, auknu vinnuhagræði hjá hinu opinbera, bættri þjónustu til almennings, og styður við samkeppni á markaði.

Ríkiskaup hafa verið með mörg járn í eldinum hvað varðar tengsl hins opinbera við nýsköpun. Má þar nefna:

  • Nýsköpunarmót og umsjón með Nýsköpunardegi hins opinbera
  • Áskorana- og lausnavef ríkisins www.opinbernyskopun.is
  • Mótun samstarfs við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki í opinberri nýsköpun og nýsköpun í sparnaði hins opinbera
  • Fræðsla varðandi nýsköpun í gegnum Innkaupaskólann fyrir ábyrgðarmenn innkaupa.
  • Samstarf við Háskóla Íslands til að efla nýsköpun.
  • Samkomulag við Rannís um áherslur í opinberri nýsköpun og frekari þróun
  • Samstarf og þróun norræna aðila undir merkjum „Nordic Hub“ um sameiginlegan nýsköpunarvettvang og þróun verkefnis með stuðningi Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar (e. Nordic Innovation).
  • Samstarf við Klak – Icelandic Startups, Samtök sprotafyrirtækja, Vísindagarða HÍ auk fleiri hagsmunaaðila um stuðning við sprotafyrirtæki sem vilja eiga viðskipti við hið opinbera og kynningu á tækifærum.

Einnig hefur stefnumótandi innkaupateymi Ríkiskaupa einblínt á endurskoðun á innri ferlum og greiningarvinnu á Rammasamningum ríkisins. Má þar m.a. nefna:

  • Aukið upplýsingaflæði til hagsmunaaðila rammasamninga með kynningarfundum á aðferðafræði samnings og fá endurgjöf áður en útboð er auglýst.
  • Aukin greining á markaði og aukið samstarf við seljendur til að greina nýjar stefnur og nýjunga innan þeirra vöruflokka sem rammasamningar snúa að.
  • Aukið samstarf við erlendar innkaupastofnanir. Greining og lærdómur dreginn af þeirri aðferðafræði og útboðsvinnu sem nágrannaþjóðir hafa verið að gera í sambærilegum verkefnum t.a.m. um byggingarvörur; ræstingarþjónustur, raftæki o.s.frv.
  • Uppbygging gagnavöruhús og mælikvarða til að bæta samningsstjórnun og greiningu á útboðsverkefnum

Ríkiskaup eru með nokkur nýskapandi verkefni í vinnslu, og má sem dæmi nefna:

  • HSU - Heimaspítali fyrir aldraða – sparnaður á ári áætlaður 100-200 mkr.
  • RK - Matarapp ríkisins – sparnaður stofnana á ári áætlaður um 72 mkr. – starfsfólks um 200 mkr.

Ríkiskaup munu stöðugt leita leiða til að hafa áhrif á hagkvæmni í ríkisrekstri og á sama tíma viljum við alltaf gera betur, endurskoða okkar ferla og vanda til verka. Við tökum því öllum ábendingum og hugmyndum fagnandi því það er til mikils að vinna á þessari vegferð sem eflir allra hag.