Fara í efni

Nýr spennandi samningur um ræstingarþjónustu

Mynd Karolina Grabowska
Mynd Karolina Grabowska

Eitt af markmiðum Ríkiskaupa er að fjölga sameiginlegum innkaupum opinberra kaupenda og nýta betur stærðarhagkvæmni með auknum ávinningi fyrir aðila að slíkum samningum. Ein af þeim innkaupaþjónustum sem eru hvað algengust hjá stofnuninni eru ræstingarútboð fyrir hönd einstaka stofnana. Til að ná fyrrgreindu markmiði um aukin sameiginleg innkaup vinna Ríkiskaup nú að gerð nýs rammasamnings um ræstingarþjónustu fyrir opinbera aðila sem miðar að því að bæta kjör opinberra aðila, fækka tímum sem þeir hafa hingað til sett í vinnu við gerð ræstingarútboða og á sama tíma ná fram mikilvægum umbótum í sjálfbærni og vistvænum skilyrðum, í samræmi við stefnu stjórnvalda um sjálfbær innkaup og aukna hagræðingu í ríkisrekstri.

Með því að ramma þessa þjónustu betur inn verður þörfum hagsmunaaðila mætt á miðlægum grunni sem auðveldar innkaupin til muna, en þjónustan verður m.a. flokkuð niður eftir tegundum rýma, ræstiþörfum og þjónustustigi. Þarfareining vegna verkefnisins er nú að fara á fullt og af þeim sökum leitum við til ykkar, núverandi og tilvonandi hagaðila, enda ykkar rödd sú mikilvægasta. Við hvetjum ykkur til að deila ykkar sýn, hugmyndum og reynslu með okkur og fylla út formið

Við hvetjum hér með allar stofnanir, þjónustuaðila og aðra til að deila sinni innsýn, hugmyndum og reynslu með því að fylla út formið hér.