Fara í efni

Nýr rammasamningur ríkisins um hýsingu og rekstur tölvukerfa

Flokkur A er þjónusta sem er veitt í húsnæði bjóðanda þ.m.t.

·        Kerfisveita

·        Hýsingarþjónusta

·        Gagnahýsing og þjónusta

·        Afritunarþjónusta

flokkur B er tækni- og rekstrarþjónusta og flokkur C er afritunarþjónusta sem er veitt hjá verkkaupa.

Markmið útboðsins var að tryggja  stofnunum lögformlega leið til að gera bestu kaup hverju sinni. Í kjölfar mats á tilboðum sem m.a. byggjast á persónulegu og fjárhagslegu hæfi auk þeirra tæknilegu krafna sem gerðar eru til þjónustunnar var samið við 9 fyrirtæki; Advania, Fjölnet, Nýherja, Opin Kerfi, Sensa, Til ehf., TRS ehf., VS tölvuþjónustuna og Þekkingu.

Kaup innan rammasamnings fara fram í örútboðum og hafa stofnanir heimild til að fara í sameiginleg örútboð og geta þannig nýtt kaupmátt ríkisins betur til að gera hagstæða samninga. Í örútboði er kveðið nánar á um tiltekin innkaup og óskað eftir tilboðum í tilgreind atriði s.s. útfærslu, tímaáætlun og heildarverð.

Rammasamningurinn gildir í tvö ár með heimild til framlengingar alls fjórum sinnum til eins árs í senn.