Fara í efni

Nýr Landspítali semur við Corpus hópinn um fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna nýs Landspítala

Samningurinn er milli Nýs Landspítala ohf. og Corpus hópsins, sem var lægstbjóðandi í verkið, í útboði sem fram fór síðastliðið sumar í samræmi við fjárlög ársins 2015 og lög um skipan opinberra framkvæmda.

Ákvæði samningsins snýr að fullnaðarhönnun meðferðarkjarna nýs Landspítala. Hönnunin mun byggja á fyrirliggjandi forhönnun verksins sem þegar er lokið. Einnig hafa allar skipulagsáætlanir verið samþykktar vegna verkefnisins þ.e.svæðaskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag lóðarinnar við Hringbraut.

Áætluð heildarstærð meðferðarkjarnans er um 58.500 m². Byggingin mun verða á 6 hæðum neðan götu, 5 hæðum ofan götu auk kjallara. Mun byggingin rísa á lóð Landspítala við Hringbraut. Meðferðarkjarninn mun tengjast öðrum byggingum á Landspítalalóðinni.

Sjá nánar á vef velferðarráðuneytisins (Opnast í nýjum vafraglugga) .