Fara í efni

Morgunverðarfundur um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur

Samkvæmt stefnu ríkisins um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur skal minnka umhverfisáhrif opinberra innkaupa og aðstoða ríkisstofnanir við að grænka rekstur sinn og stuðla að sjálfbærri neyslu. Stofnanir og Reykjavíkurborg sem unnið hafa að umhverfismálum eru farin að sýna árangur til bættrar heilsu, minni rekstrarkostnaðar og minni umhverfisáhrifa. Græn skref Reykjavíkurborgar hafa verið aðlöguð fyrir ríkisrekstur og frá og með áramótum gefst öllum kostur á að nýta þetta einfalda verkfæri. Nú þegar hafa tvær stofnanir og eitt ráðuneyti fengið úttekt á Grænu skrefi.
Á fundinum deila fyrirlesarar reynslusögum og útskýra fyrirkomulagið en dagskráin er sem hér segir: 

Dagskrá:  

  1. Græn skref Reykjavíkurborgar - reynsla og árangur Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Grænna skrefa hjá Reykjavíkurborg
  2. Græn skref í ríkisrekstri - nýtt verkfæri, tækifæri til árangurs Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun
  3. Hvað þurfa stofnanir að passa upp á í vistvænum innkaupum? Birna Guðrún Magnadóttir, verkefnastjóri fræðslu hjá Ríkiskaupum
  4. Skrefin og óvænti árangurinn – Dæmi frá Landsspítala Birna Helgadóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samgöngumála hjá Landspítala

Fundarstjóri verður Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands.
Fundartími: kl. 8.45-10.15 á Grand hótel Reykjavík. Morgunverður frá kl. 8:00 Þátttökugjald er kr. 4900,- morgunverður innifalinn.

Skráning fer fram á vef Stjórnsýslustofnunar (Opnast í nýjum vafraglugga)