Fara í efni

Málstofa um vistvæn innkaup

Ríkiskaup bjóða til málstofu vegna aukinna lagaheimilda um vistvæn innkaup í nýju frumvarpi um opinber innkaup.

Fjallað verður annars vegar um auknar heimildir fyrir útboðsaðila til að óska eftir umhverfismerkjum og hins vegar umhverfisstjórnunarkerfum í útboðum eða öðrum innkaupum.

Þar sem nýju lögin um opinber innkaup eru enn til umfjöllunar í þinginu, er þetta kjörið tækifæri  fyrir alla áhugasama til að koma og hafa áhrif á hvernig útboðsaðilar geti hagnýtt sér þessar auknu heimildir. Sérfræðingar á þessu sviði munu halda stutt erindi ásamt reyndum útboðsaðilum og lögfræðingum. Tækifæri gefst á umræðum um málefnið  og hvetjum við þig eindregið til að koma og leggja þitt af mörkum í umræðuna.

Boðið verður upp á hádegisverð að lokinni umræðu.

Glærurnar frá fyrirlesurum eru komnar á netið. Smellið á heiti fyrirlesara hér fyrir neðan til að skoða/hlaða niður erindunum.

 

Dagskrá:

Inngangur frá forstjóra Ríkiskaupa         [9.00 - 9.05] - (PDF skjal) Halldór Ó. Sigurðsson – Kynning á norræna GPP verkefninu, EES tilskipuninni og frumvarpi að OIL
Hvað er umhverfisstjórnunarkerfi?         [9.05 – 9.35]
- (PDF skjal) Helga Jóhanna Bjarnadóttir frá Eflu - (PDF skjal) Eyþóra K. Geirsdóttir hjá Reykjavíkurborg

Umhverfismerkin                                         [9.35 – 10.20] - (PDF skjal) Stefán Gíslason hjá Environice - (PDF skjal) Elva Rakel Jónsdóttir hjá Umhverfisstofnun - (PDF skjal) Hildur Georgsdóttir hjá Ríkiskaupum

     Kaffihlé í 15 mín.

Skilvirk framkvæmd                                    [10.35 – 10.50] - (PDF skjal) Björg Ásta Þórðardóttir hjá Samtökum iðnaðarins

Reynslusögur útboðsaðila                         [10.50 – 11.20] - (PDF skjal) Jakob V. Finnbogason hjá LSH

Sjónarmið birgja                                          [11.20 – 11.50] - (PDF skjal) Ásta Kristín Jónsdóttir hjá Rekstrarvörum - (PDF skjal) Jón Gestur Ólafsson hjá Bíleigu Akureyrar

Umræður                                                       [11.50 – 12.10]

– Panell sérfræðinga/fyrirlesara situr fyrir svörum.

     Hádegisverður og spjall í lok fundar