Fara í efni

Loftslagsmót 2021

Loftslagsmót er vettvangur fyrir fyrirtæki / stofnanir sem leitast eftir, eða bjóða upp á ráðgjöf og lausnir, á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Hér er átt við hvers kyns lausnir sem styðja við umhverfisvænni rekstur.

Markmið viðburðarins eru að:

  • Hvetja fyrirtæki/stofnanir til að kynna sér þær grænu lausnir sem eru í boði.
  • Bjóða fyrirtækjum upp á vettvang til að kynna sínar lausnir og þjónustu.
  • Stuðla að jákvæðum aðgerðum í rekstri fyrirtækja í þágu loftslagsmála.

Allir sem skrá sig hafa kost að bóka veffundi (20 mínútur) með öðrum aðilum á Loftslagsmótinu. Loftslagsmót 2021 leiðir saman fyrirtæki, stofnanir, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á stuttum örfundum til að ræða málin og kynnast grænum lausnum við hæfi.