Fara í efni

Hægt að spara verulega með sameiginlegum innkaupum

Þetta kemur fram í niðurstöðum starfshóps sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í fyrravor. Hópurinn hefur unnið greiningu á vöru- og þjónustuinnkaupum ríkisins, auk þess að skoða leiðir til að gera núverandi innkaupsaðferðir markvissari og árangursríkari.
Í ljós kom að verulegur verðmunur kann að vera á sambærilegum vörum í innkaupum stofnana og spara megi verulega með sameiginlegum innkaupum. Svo dæmi sé tekið yrði hægt að lækka útgjöld um 170 milljónir króna á ári með sameiginlegum innkaupum á tölvum. 
Starfshópurinn lagði fram eftirfarandi tillögur til að auka skilvirkni í opinberum innkaupum:

  • Gera þarf langtímaáætlanir í innkaupum og tengja við framkvæmd fjárlaga.
  • Ríkið þarf að beita innkaupaaðferðum með markvissari hætti t.d. með sameiginlegum innkaupum, örútboðum og fækkun birgja.
  • Bæta þarf upplýsingakerfi svo að ríkið hafi yfirsýn yfir innkaup sín og geti sett sér markmið um hagræðingu.
  • Búa þarf til hvatakerfi fyrir stofnanir og birgja/seljendur.
  • Mikilvægt að leigugreiðslur endurspegli markaðsleigu á hverjum tíma og að stofnanir hafi hag af því að hagræða í húsnæðismálum sínum.

Sjá nánar á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins (Opnast í nýjum vafraglugga) .