Fara í efni

Fullbúnar öryggisgeymslur óskast til leigu fyrir Þjóðminjasafn Íslands

Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 20 ára með möguleika á áframhaldandi leigu, fullbúið til notkunar, með öryggis- og tæknikerfum, föstum innréttingum og hillukerfum samkvæmt kröfum húslýsingar. Einnig verði búið að ganga frá lóð. Um er að ræða öryggisgeymslur fyrir verðmætan og viðkvæman safnkost, einnig skilgreindar sem varðveisluhús – öryggisgeymslur.
Gerð er krafa um gott aðgengi fyrir flutninga- og gámabíla, að lágmarki 10 bílastæði á lóð og geymslusvæði fyrir 4 gáma. Staðsetning skal vera sem næst þjónustu- og varðveisluhúsi að Vesturvör 16-20 Kópavogi, að hámarki 20 km fjarlægð í loftlínu. Húsrýmisþörf er áætluð um 4.500 m² brúttó miðað við 4,5 m lofthæð. Í húsnæðinu verður geymslurými, skrifstofur, hleðslurými fyrir flutninga- og gámabíla, verkstæði, vinnuaðstaða fyrir móttöku, hreinsun, pökkun gripa, rannsóknir o.fl.