Fara í efni

Fréttabréf um opinbera nýsköpun

Nýtt fréttabréf um opinbera nýsköpun er farið í loftið.

Með því að gerast árkrifandi að fréttabréfinu má  fylgjast með því öfluga starfi sem er í gangi hjá opinberum aðilum um allt land.

Það er fjármála- og efnahagsráðuneytið í samstarfi við Ríkiskaup sem standa að vefsíðunni um opinbera nýsköpun en þar má finna fræðslu til opinberra aðila um nýsköpun.

Fréttabréfið er hluti af aðgerðaáætlun um opinbera nýsköpun sem kom út í kjölfar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland með það að markmiði að auka nýsköpun opinberra aðila.

Skráning í áskrift að fréttabréfinu er á opinbernyskopun.island.is