Fara í efni

Fjögur tilboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna nýs Landspítala

Meðferðarkjarninn, sem áætlaður er að verði 58.500 m2, verður hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut, ein af fjórum nýbyggingum við Landspítalann og sú stærsta.

Kostnaðaráætlun verkkaupa sem tók mið af hámarks heildartímafjölda var kr. 2.740.500.000.

Fjögur tilboð voru opnuð frá eftirtöldum aðilum

  • Verkís hf.            kr. 1.563.430.000,-
  • Grænaborg         kr. 1.620.593.000,-
  • CORPUS3           kr. 1.399.303.400,-
  • Mannvit hf.          kr. 1.513.171.040,-

Öll tilboðin gerðu ráð fyrir lágmarks heildartímafjölda sem leyfður var skv. útboðinu og er 80% af áætlun verkkaupa. Lægsta tilboðið var frá CORPUS3 og sé það reiknað út frá út frá hámarkstímafjölda áætlunar verkkaupa kemur í ljós að tilboðið er 64% af kostnaðaráætlun. Þ.a.l. má áætla að ríkið spari um 36% við fullnaðarhönnun meðferðarkjarnans.

CORPUS3 hópurinn samanstendur af VSÓ verkfræðistofu, VJI verkfræðistofu, Hornsteinar arkitektar og Basalt arkitektar.