Fara í efni

Ertu geimfari?

Ríkiskaup eru í þann mund að hefja nýjan kafla í sinni sögu. Til að geta hafið þá vegferð vantar okkur kröftuga stjórnendur sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni á þremur nýjum sviðum.
 
Markmið Ríkiskaupa er að vera raunverulegt hreyfiafl í samfélaginu sem leiðir verkefni sín áfram með nýsköpun og umbætur að leiðarljósi. Stofnunin á að vera í fararbroddi og á að styðja við, sem og leiða, nýsköpunar- og umbótastarf hjá stofnanakerfi ríkisins í heild. Innkaup á vörum og þjónustu hjá stofnunum ríkisins þurfa að vera markvissari, hagkvæmari og vistvænni. Til að ná þessum markmiðum ætlum við að leggja áherslu á betri nýtingu gagna til rýni, aðhalds og stefnumótunar hjá stofnunum og eftir atvikum öðrum opinberum aðilum. Með betri gögnum, sér í lagi sameiginlegu innkaupakerfi og aukinni innsýn inn í rekstur stofnana, getum við stuðlað að aukinni samhæfingu og samrekstri í kjarnastarfsemi og þar með aukið virði ríkisins.
 
Viltu koma með?