Fara í efni

Ert þú að nýta rammasamninga ríkisins til fulls?

Rammasamningar sem Ríkiskaup gera fyrir hönd opinberra stofnana og annarra sem gerst hafa aðilar að rammasamningakerfi ríkisins velta ríflega 10 milljörðum króna á ári. Reiknað er með að aðeins hluti af heildar innkaupum ríkisstofnana fari í gegnum gerða rammasamninga í dag og þar eru tækifæri til aukins sparnaðar.

En hvað eru rammasamningar?

Rammasamningur er samningur sem gerður er í kjölfar útboðs. Það þýðir að öllum hugsanlegum bjóðendum gefst kostur á að taka þátt og eiga þannig jafna möguleika á að vera seljendur / þjónustuaðilar í rammasamningum ríkisins.

Ríkiskaup sjá um þessi rammasamningsútboð og er fyrirkomulagið í dag þannig bjóðendur eru valdir inn á hæfi og tæknilegri getu. Samið er við all hæfa bjóðendur skv. matslíkani hverju sinni og þannig geta seljendur í samningi verið frá 1-3 og allt upp í nokkur hundruð í flóknustu og víðfeðmustu samningunum sem eru samningar um þjónustu iðnaðarmanna á landsvísu.

Ríkiskaup eru um þessar mundir að heimsækja ráðuneyti og stofnanir til þess að kynna rammasamningana og hvernig best sé að nota þá til að ná sem mestum árangri. Ein leið sem er að komast í almenna notkun eru svokölluð örútboð innan rammasamninga.

Hvenær þarf að fara í örútboð?

Örútboð eru verkfæri kaupenda til að skilgreina sín kaup og fá bestu hugsanleg kjör. Á meðan rammasamningar eru upphaf formlegs viðskiptasambands milli kaupenda og seljenda, eru örútboðin loforð eða skuldbinding kaupenda um kaupa á skilgreindri vöru og/eða þjónustu.

Allir nýir rammasamningar innihalda skilyrði um örútboð; þ.e. að ef innkaup stofnunar nær ákveðinni lágmarksfjárhæð skal efna til örútboðs innan samnings um kaupin. Þessi lágmörk eru misjöfn eftir eðli samninganna og eru tiltekin í hverjum samningi fyrir sig. Sjá upplýsingar á rammavef Ríkiskaupa: http://www.rikiskaup.is/rammasamningar/

Kynningar og fræðsla

Ef þú heldur að þín stofnun gæti notið góðs af kynningu á rammasamningum og örútboðum, hafðu þá samband við Ríkiskaup og pantaðu kynningu í netfangi birna@rikiskaup.is