Fara í efni

Breytt fyrirkomulag vegna umsýsluþóknunar rammasamninga

Hluti þeirrar áætlunar öðlaðist lagalegt gildi með fjárlögum 30. desember 2016. Meðal aðgerða er breytt fyrirkomulag við innheimtu umsýsluþóknunar af rammasamningum ríkisins. Um áramótin halda seljendur ekki lengur eftir hluta afsláttar opinberra aðila heldur rennur fullur afsláttur beint til þeirra. Hjá A-hlutastofnunum ríkisins verður þessi umsýsluþóknun tekin beint af þeim af fjárlögum, en um aðra opinbera aðila gildir áfram gjaldskrá fyrir aðild að rammasamningum ríkisins, samþykkt af fjármálaráðuneytinu. Opinberir aðilar njóta því betri kjara sem því nemur vegna vöru og þjónustu sem keypt er á grunni rammasamninga eftir breytingar.

Nýjar áherslur - Sameiginleg innkaup

Hlutverk Ríkiskaupa er m.a. að beita sér fyrir samræmdum og hagkvæmum innkaupum fyrir ríkið. Nýjar áherslur í áætlun ríkisstjórnarinnar fela í sér aukin sameiginleg innkaup Ríkiskaupa þar sem stefnt er að því að ná fram hagstæðari samningum meðal annars með sameiginlegum örútboðum, skuldbindandi kaupum og fækkun birgja til að nýta betur kaupmátt ríkisins, stofnunum til hagsbóta.

Ávinningur aðildar að rammasamningum

Allir opinberir aðilar sem nýtt hafa rammasamninga ríkisins eru áfram sjálfkrafa aðilar að þeim samningum. Slík aðild afléttir hugsanlegri útboðsskyldu, felur í sér aðgang að sameiginlegum örútboðum, innkaupa- og lögfræðiráðgjöf auk fræðslu og þjálfun fyrir innkaupafólk. Auk þess gefst aðilum kostur á þátttöku í kaupendaráði sem hefur lykilhlutverk við gerð nýrra rammasamninga.

Ríkiskaup hafa gert rammasamninga í yfir 30 flokkum rekstrarvöru og þjónustu og sameiginleg innkaup með þessum samningum skiluðu stofnunum ríflega 2ja milljarða kr. ávinningi á síðasta ári. Góður árangur náðist ennfremur með sameiginlegum örútboðum stofnana sem skiluðu um 100 milljóna kr. ávinningi meðal annars í innkaupum á far- og borðtölvum, skjáum, ljósritunarpappír og raforku.

Sameiginleg innkaup á árinu 2017

Á þessu ári stefna Ríkiskaup að 2–3 sameiginlegum örútboðum ársfjórðungslega í tölvubúnaði og tölvuskjáum. Auk þess er stefnt að sameiginlegum örútboðum í prentlausnum og ljósritunarpappír. Ennfremur verða kannaðir möguleikar á sama fyrirkomulagi í völdum rammasamningsflokkum, s.s. húsgögnum (rafdrifin skrifborð, skrifborðstólar o.fl.) og síma- og fjarskiptaþjónustu.

Sjá nánar í (PDF skjal) dreifibréfi Ríkiskaupa til viðskiptavina