Fara í efni

Auglýstu ferli um afnot ljósleiðaraþráða lokið

Mynd: Thomas Jensen on Unsplash
Mynd: Thomas Jensen on Unsplash

Þann 31. mars sl. óskuðu Ríkiskaup, f.h. utanríkisráðuneytis, eftir tillögum um samningsbundin afnot af einum eða tveimur ljósleiðaraþráðum í ljósleiðarastreng Atlantshafsbandalagsins sem liggur um Ísland.

Þrír aðilar, Ljósleiðarinn ehf., Sýn hf. og Míla ehf. skiluðu tillögum í samræmi við verkefnisgögn. Tillaga Ljósleiðarans var með hæstu einkunn af innsendum tillögum. Nefnd um ráðstöfun ljósleiðaraþráða lagði mat á tillögurnar. 

Auglýsta ferlinu lauk með því að utanríkisráðherra samdi við Ljósleiðarann ehf. um hagnýtingu tveggja þráða í samræmi við tillögu nefndar um ráðstöfun ljósleiðaraþráða.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu utanríkisráðuneytisins