Fara í efni

ISO 9001:2015 vottun

Frá árinu 2016 hafa starfsmenn Ríkiskaupa unnið í samræmi við gæðakerfi stofnunarinnar byggða á ISO 9001:2015 staðlinum. Gæðavottun ios 9001

Lokaúttekt á gæðakerfinu fór fram í árslok 2018 og í maí sl. fékk stofnunin staðfestingu á vottun gæðakerfisins. Ríkiskaup fengu svo formlega afhent vottunarskírteini gæðakerfisins samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001 þann 21. ágúst sl.

Gæðavottunin tekur til faglegra þátta starfseminnar á öllum sviðum og nær yfir alla þá þjónustu sem stofnunin veitir. Vottunin og sú vinna sem henni tengist stuðlar að markvissari vinnuferlum og tryggir stöðugar umbætur sem leiðir af sér skilvirkari og betri þjónustu.

Uppfært 30. nóvember 2020