Fara í efni

Rammasamningar

RK 17.09 Skrúðgarðyrkja

  • Gildir frá: 07.09.2020
  • Gildir til: 06.09.2022

Um samninginn

Nýr rammasamningur um þjónustu iðnmeistara tók gildi 07.09.2020 og gildir í tvö ár. 
Heimilt er að framlengja samningi um 1 ár í senn, tvisvar sinnum.

Rammasamningsútboð þetta nær ekki til vinnu iðnaðarmanna og/eða verktaka við verkefni sem tengjast fornleifum, endurgerð og/eða vernd slíkra minja. 
Hér má finna lista yfir aðila að rammasamningum Ríkiskaupa. 

Undanskildir kaupendur eru Akraneskaupstaður, Akureyrarbær, Garðabær,  Hafnarfjarðarbær, Isavia,  Kópavogsbær, Landspítali, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Ríkiseignir. 

Leiðbeiningar fyrir kaupendur - þjónusta iðnmeistara, myndband 

Kaup innan samnings

Kaupa skal inn í rammasamningi eftir annarri hvorri leið eftir því sem við á hverju sinni:

A. 
Þegar umfang innkaupa er minna en 500 tímar, skulu innkaup fara fram samkvæmt fastverðshluta samningsins (A‐ Hluta), á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum.

Samningsaðilum verður raðað upp eftir lægsta tilboðsverði í þjónustu iðnmeistara, lægsta tilboðsverð efst og hin í röð þar fyrir neðan. Við kaup í þessum hluta samnings skal kaupandi fyrst leita til þess sem býður lægsta verð. Geti hann ekki tekið að sér verkefnið eða selt þjónustuna/vöruna, skal gengið að þeim næsta og svo koll af kolli þar til aðili finnst sem getur annast verkefnið eða selt þjónustuna/vöruna.

B. 
Þegar umfang innkaupa er meira en 500 tímar eða aðrir en skilmálar í fastverðshluta (s.s.véla‐ og tækjaverð ekki innifalið, verktími ekki skilgreindur, eftirlit hjá kaupanda o.s.frv.) skal bjóða það út með örútboði í örútboðshluta samningsins (B‐ Hluta) eftir að skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið skýrðar nánar milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn.

Örútboð skulu send á alla bjóðendur í þeim flokki sem við á hverju sinni.

Undir flipanum „Seljendur" er hnappur „Örútboð"  þar getur kaupandi með einum smelli sent sín örútboðsgögn beint til allra mögulegra seljenda. 

Upplýsingar um örútboð má finna hér.

Annað

Í þessum rammasamningi áskildu kaupendur sér rétt, með heimild í 2. mgr. 40. gr. OIL, til að bjóða út með almennu útboði verkefni yfir útboðsmörkum innanlands skv. 1. mgr. 23. gr. OIL.

Nánari upplýsingar undir flipanum skoða kjör.

Seljendur

Tengiliður samnings
Guðmundur Þórðarson
Borgargarðar ehf.
Vesturvör 24
Sími: 6957800
Tengiliður samnings
Hjörtur Jóhannsson
Draumagarðar ehf.
Rauðhella 14
Sími: 6982020
Tengiliður samnings
Leiknir Ágústsson
Garðlist ehf.
Sími: 554 1989
Tengiliður samnings
Brynjar Kærnested
Garðvélar ehf.
Eldshöfði 19
Sími: 6975599
Tengiliður samnings
Heiðar Smári Harðarson
Garðvík ehf.
Sími: 4641400/ 894 4413
Tengiliður samnings
Guðmundur Vilhjálmsson
Garðyrkjuþjónustan ehf.
Skipholt 29b
Sími: 8936955
Tengiliður samnings
Ívar Adolfsson
Grjótgarðar
Starmói 13
Sími: 4214200
Tengiliður samnings
Hjalti Brynjarsson
Hellur og lagnir ehf.
Mjósund 2
Sími: 7713010
Tengiliður samnings
Holmar Guðmundsson
Hreinir Garðar ehf.
Víkurhvarf 4
Sími: 6905071
Tengiliður samnings
Þorsteinn Haraldsson
Lóðalausnir ehf.
Sími: 8918733
Tengiliður samnings
Ragnar Steinn Guðmundsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.