Fara í efni

Rammasamningar

RK 05.07 Raforka

 • Gildir frá: 01.06.2016
 • Gildir til: 31.08.2019

Um samninginn

Nýr samningur tók gildi 1. júní 2016 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn. Samningi var framlengt um eitt ár árið 2018. Samningi var svo framlengt um 3 mánuði og gildir nú til 31.8.2019.

Kaupendur athugið!

Seljendur eiga ekki að halda eftir umsýsluþóknun í rammasamningum frá 1.1.2017. Ykkar kjör eiga því að batna sem því nemur. Umsýsluþóknun í þessum samningi var 0,5%. Virkt verðeftirlit skilar árangri!

Verðskrá Orkusölunnar hækkar um 4% um áramót 01.01.2017

Samið var um kaup ríkisins á raforku við 5 raforkusala. Staðfest hefur verið af Orkustofnun að þeir hafi allir gilt leyfi ráðherra til að stunda raforkuviðskipti eins og fram kemur í 18. gr. raforkulaga.
Eingöngu er um að ræða raforkunotkun en ekki dreifingu (í höndum dreifiveitna) eða flutning (í höndum Landsnets) raforku. Skv. raforkulögum er raforkusala ekki bundin því orkufyrirtæki sem dreifir raforkunni á viðkomandi svæði, heldur opin öllum þeim sem hafa tilskilin leyfi.

Um er að ræða rammasamning sem byggir á því að öll kaup innan hans séu gerð í örútboðum og er því hvorki samið um verð né afsláttarkjör í honum. Einnig er lögð áhersla á að heimild er til sameiginlegra örútboða tveggja eða fleiri stofnana innan þessa samnings. Leitast verður við að stunda sameiginleg innkaup ríkisstofnana með það að markmiði að nýta stærðarhagkvæmni ríkisins sem kaupanda.

Til viðmiðunar er seljendum heimilt í örútboðum að óska gagna frá Netorku um raforkunotkun kaupenda.

Núgildandi gjaldskrár raforkusala geta innskráðir kaupendur séð hér neðar á síðunni.

Kaupendur innan rammasamnings

Allar stofnanir og fyrirtæki í meirihluta eigu ríkisins á hverjum tíma eru aðilar að rammasamningum ríkisins. Sveitarfélög eru þó ekki aðilar að rammasamningi þessum.

Skilmálar sem rammasamningsútboðið tekur til

 • Orkusalar hafa skuldbundið sig til að afhenda orku til allra ríkisfyrirtækja á samningstíma.
 • Gjaldskrár orkusala, þar sem allar fjárhæðir koma fram eru á lokuðu svæði samningsins aðgengilegar innskráðum kaupendum og fylgja þeim skilgreiningar sem tengjast gjaldskrám, þar á meðal lengd afltoppa og fjöldi afltoppa sem mynda sölutopp og verðtímabil notkunar í öllum gjaldskrám.
 • Upplýsingar um hvort sammæling notkunar gagnvart sölunni er heimiluð hjá viðkomandi orkusala aðgengilegar á lokuðu vefsvæði fyrir kaupendur.
 • Upplýsingar um þjónustu sem orkusali mun veita orkukaupanda svo sem hvað varðar val á töxtum, yfirferð á töxtum dreifiveitu, aðgangur að gögnum um notkun og önnur aðstoð tengd raforkunotkuninni koma einnig fram á vefsvæði samningsins.
 • Orkusalar hafa allir leyfi ráðherra til raforkuviðskipta á Íslandi sbr. 18. grein raforkulaga nr. 65 frá 2003.
 • Orkusalar hafa tilnefnt tengiliði sem orkukaupandi getur snúið sér til varðandi fyrirspurnir og aðstoð.
 • Orkusali veitir orkukaupanda aðgang að gögnum um raforkunotkun, bæði fjarmælingar og orkumælingar, og skulu þau vera aðgengileg orkukaupanda til notkunar og úrvinnslu á lokuðu svæði kaupanda á vefsíðu orkusala. Sé það ekki kostur skulu gögnin berast einu sinni í mánuði með tölvupósti og á aðgengilegu formi fyrir frekari úrvinnslu, þ.e. Excel eða sambærilegu.
 • Samskipti milli orkukaupanda og orkusala er varðar yfirferð orkukaupa:
  • Orkusali skal að lágmarki einu sinni á ári – eða oftar að ósk orkukaupanda - fara yfir orkukaupin með fulltrúum orkukaupanda. Sú yfirferð skal fela í sér eftirfarandi:
  • Fara skal yfir val á töxtum og sýnt skal fram á að notkunin sé á hagkvæmustu töxtum fyrir orkukaupanda.
  • Skoða skal hvort sammæling sé hagstæð og ef svo er skal nota sammælingu við innheimtu.
  • Orkusali skal gera tillögu að því hvort frekari fjarmælingar séu hagkvæmar og hvort breytinga sé þörf í gjaldskrám dreifingar.
  • Áætlanir: Í september ár hvert skal orkusali afhenda orkukaupanda áætlun vegna notkunar og kostnaðar vegna raforkukaupa fyrir komandi ár og ef orkukaupandi hefur athugasemd við áætlunin lætur hann orkusala vita.
 • Orkusali skal gera rafrænan reikning fyrir afhentu magni, og skal hann greinilega merktur rammasamningsnúmeri, og sendur viðkomandi kaupanda. Samþykktir reikningar verða greiddir af kaupanda, eigi síðar en 30 dögum eftir lok úttektarmánaðar. Eindagi skal vera sá sami og gjalddagi. Reikningur skal berast kaupanda eigi síðar en 20 dögum fyrir gjalddaga.

Kaup innan rammasamnings

Um er að ræða rammasamning sem byggir á því að öll kaup innan hans séu gerð í örútboðum og er því hvorki samið um verð né afsláttarkjör í honum.

Lögð er áhersla á að heimild er til sameiginlegra örútboða tveggja eða fleiri stofnana innan þessa samnings. Leitast verður við að stunda sameiginleg innkaup ríkisstofnana með það að markmiði að nýta stærðarhagkvæmni ríkisins sem kaupanda. Þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðinu eru þá teknar saman sem ein innkaup.

Kaupendur eru hvattir til að taka þátt í slíkum sameiginlegum örútboðum!

Kaupandi skal kaupa inn með örútboðum þannig að kaupandi hefur samband rafrænt við alla þá seljendur sem efnt geta samninginn og fær verðtilboð í ákveðna þjónustu. Ávallt skal velja hagkvæmasta tilboð. Örútboð má framkvæma í gegnum vefinn með því að nota bláa takkann hér neðst á síðunni.

Til viðmiðunar er seljendum heimilt í örútboðum að óska gagna frá Netorku (Opnast í nýjum vafraglugga) um raforkunotkun kaupenda. Við val á tilboði verður gengið út frá hagkvæmasta boði skv. valforsendum örútboðs. Hagkvæmasta tilboð í örútboði hverju sinni er það boð sem er lægst að fjárhæð þegar tilboðin hafa verið borin saman miðað við orkunotkun sem fram kemur í örútboðsgögnum (frá Netorku).

 Miðað verður við að notkunin sé á hagstæðasta taxta orkusala, þ.e. á þeim taxta sem gefur lægstu heildartilboðsfjárhæð þegar tilboðin hafa verið reiknuð upp á grundvelli einingarverðs í tilboðum bjóðenda.

Í örútboði skal leggja eftirfarandi matslíkan til grundvallar: Verð 100%. 

Núgildandi gjaldskrár raforkusala geta innskráðir kaupendur séð her neðst á síðunni og haft til hliðsjónar.

Tilkynningar um verðbreytingar á samningstíma 

Verðbreytingar eru háðar samkomulagi samningsaðila. 

Heimilt er að hækka eða lækka gjaldskrár einu sinni á ári og skal þá miða við 1. janúar ár hvert. Þegar gjaldskrár breytast skal orkusali senda Ríkiskaupum, einum mánuði áður en verðbreyting skal taka gildi, rökstudda beiðni um hækkun/lækkun gjaldskráa. Ósk um verðbreytingu ásamt nýjum verðlista/gjaldskrá skal berast á tölvutæku formi. Skal sú beiðni send á netfangið utbod@rikiskaup.is

Séu hækkanir umfram vísitölu neysluverðs er Ríkiskaupum heimilt að segja upp samningi og verður slíkt að koma fram innan tveggja mánaða frá gildistöku nýrrar gjaldskrár. Orkukaupandi sem kaupir raforku á grundvelli rammasamnings hefur sama rétt á uppsögn. Verði gerðar breytingar af opinberri hálfu á opinberum gjöldum sem hafa áhrif á verð vöru eða þjónustu skal verð breytast á samsvarandi hátt skv. ósk samningsaðila.

Seljendur

Fallorka ehf.
Rangárvöllum
Sími: 4601380
Tengiliður samnings
Andri Teitson
HS Orka hf.
Orkubraut 3
Sími: 5209300
Tengiliður samnings
Jóhann Snorri Sigurbergsson
Orka náttúrunnar ohf.
Bæjarhálsi 1
Sími: 5912700
Tengiliður samnings
Hafrún Þorvaldsdóttir
Orkubú Vestfjarða ohf.
Stakkanesi 1
Sími: 4503211
Tengiliður samnings
Katrín Skúladóttir
Orkusalan ehf.
Dvergshöfða 2
Sími: 4221000
Tengiliður samnings
Hafliði Ingason

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.