Fara í efni

Rammasamningar

RK 05.07 Raforka

  • Gildir frá: 20.09.2019
  • Gildir til: 20.09.2023

Um samninginn

Nýr samningur tók gildi 20. september 2019 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn.

Samningurinn hefur verið framlengdur í tvígang eða til 20.09.2023.

Samið var um kaup ríkisins á raforku við sjö raforkusala. Núgildandi gjaldskrár og boðna afslætti raforkusala geta innskráðir kaupendur séð hér undir „Skoða kjör“ hér ofar á síðunni.

Kaup innan samnings

Kaup innan samning skulu fara fram á eftirfarandi hátt:

  • Ef áætluð raforkunotkun kaupanda er yfir 1 GWh á ári skulu kaup fara fram með örútboðum. 
  • Ef áætluð raforkunotkun kaupanda er undir 1 GWh á ári skal kaupandi, kaupa beint af þeim seljanda sem býður hagkvæmustu kjör skv. tilboði og birtist á rikiskaup.is. Kaupandi skal njóta þess afsláttar sem tilboð bjóðanda hljóðaði upp á.

Á læstu svæði aðila að RS Raforku eru upplýsingar um orkutaxta seljenda og afsláttarkjör. Þar geta kaupendur borið saman kjör seljenda. Þar er einnig að finna drög að örútboðslýsingu (sjá viðauka III) kaupendum til hagræðis og notkunar á samningstíma. Ríkiskaup annast einnig framkvæmd örútboða innan rammasamninga.

Í örútboði og beinum kaupum skal leggja eftirfarandi matslíkan til grundvallar: 

Verð 100%

Örútboð

Ef skilmálar rammasamnings eru ákveðnir er heimilt að gera einstaka samninga við rammasamningshafa í samræmi við ákvæði rammasamnings. Ef skilmálar rammasamnings eru að einhverju leyti óákveðnir skal fara fram örútboð milli rammasamningshafa, eftir atvikum eftir að skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið skýrðar nánar, allt í samræmi við eftirfarandi reglur:
a. Við gerð hvers einstaks samnings skal kaupandi ráðfæra sig skriflega við þá rammasamningshafa sem efnt gætu samninginn.
b. Kaupandi skal ákveða tilboðsfrest sem er nægilega langur til að rammasamningshafar geti gert tilboð vegna þess samnings sem um ræðir. Við mat á lengd frests skal taka tillit til hversu flókið efni samningsins er svo og sendingartíma.
c. Tilboð rammasamningshafa skulu vera skrifleg og skulu ekki opnuð fyrr en tilboðsfrestur hefur runnið út.
d. Kaupandi skal velja á milli tilboða rammasamningshafa á grundvelli valforsendna sem fram hafa komið í skilmálum rammasamnings.

Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum er heimilt að fara í sameiginlegt örútboð. Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðinu teknar saman sem ein innkaup. Jafnframt skal skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta. Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammasamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem getið er um í rammasamningsútboðinu. Markmið með slíkum sameiginlegum innkaupum er annars vegar að kaupendur fái hagstæðara verð vegna meira magns og að seljendur fá tækifæri til þess að skipuleggja betur útvegun og afhendingu á því sem fyrirhugað er að kaupa í örútboðinu.

Öll almenn ákvæði rammasamnings eiga við um örútboð eftir því sem við á nema annað sé tekið fram. 

Tilkynningar um verðbreytingar á samningstíma 

Verðbreytingar á gjaldskrá eru háðar samkomulagi samningsaðila.

Heimilt er að hækka eða lækka orkutaxta einu sinni á ári og skal þá miða við 1. janúar ár hvert. Ef orkutaxtar breytast skal orkusali senda Ríkiskaupum rökstudda beiðni um hækkun/lækkun þeirra a.m.k. tveimur mánuðum áður en verðbreyting skal taka gild. Ósk um verðbreytingu ásamt nýjum orkutöxtum skal berast á tölvutæku formi. Skal sú beiðni send á netfangið utbod@rikiskaup.is. Í efnislínu tölvupósts skal númer rammasamnings koma fram og að um verðbreytingarbeiðni sé að ræða.

Séu hækkanir umfram vísitölu neysluverðs (jan.-des.) er kaupanda heimilt að segja einhliða upp samningi.       

Verði gerðar breytingar af opinberri hálfu á opinberum gjöldum sem hafa áhrif á verð vöru eða þjónustu skal verð breytast á samsvarandi hátt skv. ósk samningsaðila.

Komi í ljós á samningstíma að seljandi hafi ekki veitt umsaminn afslátt til kaupanda mun seljandi verða krafinn um leiðréttingu allt aftur til upphafs samnings. 

Seljendur

Fallorka ehf.
Rangárvöllum
Sími: 4601380
Tengiliður samnings
Andri Teitson
HS Orka hf.
Orkubraut 3
Sími: 5209300
Tengiliður samnings
Jóhann Snorri Sigurbergsson
N1 rafmagn ehf.
Dalvegi 10-14
Sími: 4401100
Tengiliður samnings
Einar Sigursteinn Bergþórsson
Orka heimilanna ehf.
Mánagötu 11
Tengiliður samnings
Loftur Már Sigurðsson
Orka náttúrunnar ohf.
Bæjarhálsi 1
Sími: 5912700
Tengiliður samnings
Stefán Fannar Stefánsson
Orkubú Vestfjarða ohf.
Stakkanesi 1
Sími: 4503211
Tengiliður samnings
Katrín Skúladóttir
Orkusalan ehf.
Dvergshöfða 2
Sími: 4221000
Tengiliður samnings
Hafliði Ingason

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.