RK 17.05 Málaraiðn
- Gildir frá: 14.06.2016
- Gildir til: 30.06.2020
Um samninginn
Á döfinni
Nýr rammasamningur um þjónustu iðnmeistara tók gildi 14.06.2016 og gildir í tvö ár. Heimilt er að framlengja samningi um 1 ár í senn, tvisvar sinnum. Samningi hefur verið framlengt um eitt ár í annað sinn og gildir til 30.6.2020.
Með vísan til kafla 0.1.3. í skilmálum rammasamningsútboðs um Þjónustu iðnmeistara, verður fyrirtækið Viðhald og viðgerðir tekið út af lista yfir seljendur innan rammasamnings frá og með 14. desember 2017.
Rammasamningur um þjónustu Iðnmeistara var boðinn út með talsvert breyttu sniði, boðnar voru út ofangreindar iðngreinar íneðangreindum fjórum köflum eftir kaupendahóp:
1. Verkefni LSH
2. Verkefni Ríkiseigna
3. Verkefni annara kaupenda
4. Verkefni Isavia Keflavíkurflugvelli
Rammasamningar sem verða til vegna kafla 1,2 og 4 eru samningar sem afhentir eru ofngreindum stofnununum og þær einar geta notað sinn kafla. Ekki verður fjallað nánar um þessa kafla hér.
Kafli 3 Verkefni annara kaupenda
Kafli 3 er sá hluti samningsins sem er ætlaður fyrir allar aðrar stofnanir ríkisins, þ.m.t. Isavia utan Keflavíkurflugvallar. Hann skiptist í tvo hluta eftir eðli og umfangi innkaupanna:
A Fastverðssamningur skiptur eftir landssvæðum:
Þegar umfang innkaupa er minna en 500 tímar, skulu innkaup fara fram samkvæmt fastverðshluta samningsins á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Samningsaðilum hefur verið raðað upp, lægsta tilboðsverð efst og hin í röð þar fyrir neðan, innan hvers landsvæðis.Við kaup í þessum hluta samnings skal kaupandi fyrst leita til þess sem lægst býður verð, geti hann ekki tekið að sér verkið, skal gengið að þeim næsta og svo koll af kolli þar til aðili finnst sem getur tekið að sér verkið.
B Örútboðssamningur óháður landssvæði:
Þegar umfang innkaupa er meira en 500 tímar eða skilmálar eru aðrir en í fastverðshluta, skal bjóða þau kaup út með örútboði í B hluta samningsins þar sem skilmálar eða tæknilegar kröfur eru skýrðar nánar.
Verkefni yfir innlendum útboðsmörkum eru undanskilin í þessu útboði, þau SKULU boðin út í opnu útboði.
Sjá nánar á http://www.rikiskaup.is/utbod/i-auglysingu/vidmidunarupphaedir-og-tilbodsfrestir/.
Mælt er með að nota örútboðshnapp undir hverri iðngrein fyrir sig til að senda örútboð til þjónustuaðila!
Kaupendahópurinn
Kaupendahópurinn samanstendur af öllum öðrum aðilum að rammasamningum en þeim sem falla undir hluta 1,2 og 4. Þjóðarbókhlaðan, Háskóli Íslands, Isavia utan Keflavíkurflugallar eru dæmi um stofnanir í kafla 3 sem sjá alfarið um viðhald sinna fasteigna óháð umfangi.
ATHUGIÐ að eftirfarandi sveitarfélög eru ekki aðilar að rammasamningi um þjónustu iðnmeistara:
Akureyrarbær
Kópavogsbær
A Fastverðssamningur skiptur eftir landssvæðum
Landinu er skipt upp í 20 markaðssvæði sem miðast við landfræðilegar aðstæður eða hefðbundin athafnasvæði verktaka. Verktakar sem uppfylltu skilyrði um viðbragðstíma upp á eina klst. gátu boðið í tiltekið markaðssvæði. Við kaup í þessum hluta samnings skal kaupandi fyrst leita til þess sem lægst býður verð.
Ef færri en þrír verktakar í hverri iðngrein, og á tilteknu svæði, taka þátt í rammasamningsútboðinu þá telst fullnægjandi samkeppni ekki fyrir hendi og rammasamningur því ekki í gildi í þeirri iðngrein á því svæði.
Upplýsingar um þjónustuaðila eftir svæðum og iðngreinum eru á læstu svæði kaupenda.
Svæðaskipting er eftirfarandi:
Svæði | Afmörkun svæðis |
I | Reykjavík, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Kópavogsbær, Kjósarhreppur |
II | Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð |
III | Snæfellsbær, Grundafjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Eyja og Miklaholtshreppur |
IV | Tálknafjörður, Vesturbyggð |
V | Ísafjarðarbær, Bolungarvík, Súðavíkurhreppur |
VI | Reykhólahreppur, Strandabyggð, Kaldrananeshreppur, Árneshreppur |
VII | Dalabyggð, Húnaþing vestra, |
VIII | Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagaströnd, Skagabyggð, Sveitafélagið Skagafjörður, Akrahreppur |
IX | Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð |
X | Akureyri, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsströnd, Grýtubakkahreppur, |
XI | Þingeyjarsveit, Skútustaðarhreppur, Norðurþing, Tjörneshreppur |
XII | Svalbarðshreppur, Langanesbyggð, Vopnafjarðarhreppur |
XIII | Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstaður, Borgarfjarðarhreppur |
XIV | Fjarðabyggð, Breiðdalshreppur |
XV | Djúpavogshreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður |
XVI | Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur |
XVII | Vestmannaeyjar |
XVIII | Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur,Skeiða- og Gnúpverjahreppur |
XIX | Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Flóahreppur, Árborg, Ölfus, Hveragerðisbær |
XX | Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Garður, Vogar |
B Örútboðssamningur óháður landssvæði
Þegar umfang innkaupa er meira en 500 tímar eða skilmálar eru aðrir en í fastverðshluta, skal bjóða þau kaup út með örútboði í B hluta samningsins þar sem skilmálar eða tæknilegar kröfur eru skýrðar nánar.
Forsendur eru til staðar fyrir örútboði þegar einhver ákveðin skilyrði eða kjör eru ekki tiltekin innan rammasamningsins, t.d. þegar verk eru stærri en tilgreind viðmið eða þegar skýra þarf nánar skilmála og kröfur. Þá er lýsing á tilteknu verkefni (örútboð) send til rammasamningshafa í viðkomandi iðngreinum og óskað eftir t.d. verðum í tiltekið verkefni, að almennum kröfum rammasamnings og sértækum kröfum verkefnisins uppfylltum.
Um framkvæmd örútboða:
a) Við gerð hvers einstaks samnings skal kaupandi ráðfæra sig skriflega við rammasamningshafa.
Mælt er með að nota örútboðshnapp undir hverri iðngrein fyrir sig til að senda örútboð til þjónustuaðila!
Kröfur vegna örútboða
Eftirfarandi eru kröfur sem kaupendi getur sett í örútboði:
-
Verktaki skal hafa unnið við þrjú sambærileg verkefni á síðustu fimm árum. Verkkaupi áskilur sér rétt til að óska eftir meðmælum vegna sambærilegra verka.
-
Verkkaupi áskilur sér rétt til að setja fram auknar kröfur í útboðsgögnum um reynslu, sérhæfingu og afkastagetu verktaka ef verkefnin krefjast þess. Dæmi um slíkt eru friðuð hús, flókin tæknikerfi eða skammur verktími.
-
Verkkaupi mun í örútboðsgögnum setja fram tæknilegar kröfur til verksins.
-
Skráð gæðastjórnunarkerfi samkvæmt 32. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna leyfisskyldra verkefna.
-
Verkkaupi áskilur sér rétt til að meta frammistöðu verktaka í sérstöku skilamati. Meginmarkmið með skilamati er að stuðla að virku mati á verkefnum og greina frávik frá áætlun. Matið fer fram í samvinnu við verktaka þar sem báðir aðilar gefa verkinu einkunn hvað varðar verkframvindu og verkgæði. Framkvæmd skilamatsins verður lýst í örútboðsgögnum.
-
Verkkaupi mun setja ákvæði um viðurlög og uppsögn samninga í örútboðsgögn.
Seljendur
Skoða kjör
Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.