Fara í efni

Rammasamningar

RK 03.06 Hýsing og rekstrarþjónusta

 • Gildir frá: 01.04.2016
 • Gildir til: 30.04.2022

Um samninginn

Nýr samningur gildir frá 01.04.2016 og gildir í tvö ár. Samninginn má framlengja fjórum sinnum um eitt ár þannig að líftími samnings getur mest orðið sex ár.
Samningi hefur verið framlengt um eitt ár í þriðja sinn og gildir til 30.4.2021.

Frá og með 5. júlí 2021 hefur Premis ehf. tekið yfir stöðu Fjölnets sem seljandi í þessum samningi. 

Samið var um almennan afslátt af allri þjónustu sem fellur innan skilgreindra þjónustuflokka sem eru eftirfarandi: 
A- flokkar eru þjónusta sem veitt er í húsnæði verksala. 
B- þjónusta er veitt í húsnæði verkkaupa.

ATH. Allir bjóðendur buðu í alla flokka nema Til ehf.sem  býður eingöngu í hluta B Tækni- og rekstrarþjónustu hjá verkkaupa.

  A.1 
Kerfisveita
A.2
Hýsingarþj.
A.3
Gagnahýsing
A.4
Afritunarþj.
B. 
Tækni- og 
rekstrarþj.
C.
Afritunarþj.
Advania hf.
 X  X  X  X  X  X
Nýherji hf.
 X  X  X  X  X  X
Opin kerfi ehf.
X X X X  X  X
Premis ehf.  X X X X X X
Sensa hf.
 X  X  X  X X  X
Til ehf.
         X  
TRS ehf.
 X  X  X  X  X  X
VS tölvuþjónusta ehf.  X
Þekking - Tristan ehf.  X

Kaupendur innan rammasamnings

Engin stofnun sagði sig frá þessum rammasamningi.

Skilmálar rammasamningsútboðsins

Persónulegt hæfi bjóðenda
Þátttakandi eða bjóðandi sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir eftirtalin afbrot skal útilokaður frá gerð opinbers samnings:

 • þátttöku í skipulögðum brotasamtökum,
 • spillingu,
 • sviksemi
 • peningaþvætti.

Heimilt er að útiloka fyrirtæki frá opinberum samningi þegar eitthvað af eftirfarandi atriðum á við:

 • Bú fyrirtækis er undir gjaldþrotaskiptum eða félagi hefur verið slitið, það hefur fengið heimild til nauðasamninga eða greiðslustöðvunar eða er í annarri sambærilegri stöðu.
 • Óskað hefur verið gjaldþrotaskipta eða slita á fyrirtæki, það hefur leitað heimildar til nauðasamninga eða greiðslustöðvunar eða er í annarri sambærilegri stöðu.
 • Fyrirtæki hefur með endanlegum dómi verið fundið sekt um refsivert brot í starfi.
 • Fyrirtæki hefur sýnt alvarlega vanrækslu í starfi sem verkkaupa er unnt að sýna fram á.
 • Fyrirtæki er í vanskilum með lífeyrissjóðsiðgjöld eða sambærileg lögákveðin gjöld.
 • Fyrirtæki er í vanskilum með opinber gjöld eða sambærileg lögákveðin gjöld.
 • Fyrirtæki hefur gefið rangar upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega getu sína eða hefur ekki lagt slíkar upplýsingar fram.

Fjárhagslegt hæfi bjóðenda
Fjárhagsstaða bjóðanda skal vera það trygg að hann geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart verkkaupa, sbr. 49. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007.

Að jafnaði getur fyrirtæki fært sönnur á fjárhagslega getu sína með því að leggja fram ein eða fleiri af þeim gögnum sem óskað er eftir í kafla 1.14, áskilnaður um frekari upplýsingar.

Aðrar kröfur
 Sjá meðfylgjandi pdf skjal. Smellið á hlekkinn til að skoða eða hlaða niður PDF skjalinu

Kaup innan rammasamnings

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi með örútboðum þannig að kaupandi hefur samband (t.d. með tölvupósti) við þá seljendur sem efnt geta samninginn og fær verðtilboð í ákveðna þjónustu. Ávallt skal velja hagkvæmasta boðið.

Um örútboð

Örútboð er innkaupaferli þar sem verkkaupi leitar, með hæfilegum fyrirvara, skriflegra tilboða meðal tiltekinna rammasamningshafa um skilmála sem ekki hefur verið mælt fyrir um í viðkomandi rammasamningi og lýkur jafnan með samningi við þann bjóðanda sem leggur fram besta tilboðið á grundvelli þeirra valforsendna sem fram koma í útboðsskilmálum rammasamningsins. 

Örútboð skulu framkvæmd samkvæmt eftirfarandi reglum:

 • Við gerð hvers einstaks samnings skal verkkaupi ráðfæra sig skriflega við þá rammasamningshafa sem efnt gætu samninginn.

 • Verkkaupi skal ákveða tilboðsfrest sem er nægilega langur til að rammasamningshafar geti gert tilboð vegna þess samnings sem um er að ræða. Við mat á lengd frests skal taka tillit til hversu flókið efni samningsins er svo og sendingartíma.

 • Tilboð rammasamningshafa skulu vera skrifleg og efni þeirra skal vera trúnaðarmál þar til tilboðsfrestur hefur runnið út.

 • Verkkaupi skal velja á milli tilboða rammasamningshafa á grundvelli valforsendna sem fram hafa komið í skilmálum rammasamnings. Ekki er heimilt að breyta þeim í örútboði.

Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum er heimilt að fara í sameiginlegt örútboð.  Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðinu teknar saman sem ein innkaup.  Jafnframt skal skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta.  Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammsamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem getið er um í rammasamningsútboðinu.  Markmið með slíkum sameiginlegum kaupum er annars vegar að kaupendur fái hagstæðara verð vegna meira magns og að seljendur fái tækifæri til þess að skipuleggja betur útvegun og afhendingu á því sem fyrirhugað er að kaupa í örútboðinu.

Í örútboði er kveðið nánar á um tiltekin innkaup og óskað eftir tilboðum í tilgreind atriði s.s. útfærslu, tímaáætlun og heildarverð.

Örútboð skal sent skriflega þ.e. getur farið fram hvort heldur með bréflegum eða rafrænum hætti. Þá er stutt lýsing á tilteknu verkefni send til seljenda í rammasamningnum og óskað eftir t.d. föstu tilboðsverði eða hámarksverði í tiltekið verkefni, að almennum kröfum rammasamnings og sértækum tæknilegum kröfum verkefnisins uppfylltum.

Í örútboðum er hægt að gera auknar kröfur til þjónustu en gæta verður að því að auka ekki við hæfniskröfur til bjóðenda og breyta ekki valforsendum í örútboði frá því sem ákveðið er í rammasamningi. 

Framkvæmd örútboðs

Í örútboði skal gerð krafa um tiltekna þjónustu- og/eða gæðaþætti, þjónustusamninga og mögulegan búnað sem verkkaupi krefst og skulu vera innifaldir í tilboði. Byggt á þessum kröfum skal bjóðandi bjóða heildarlausn sem uppfyllir kröfur verkkaupa.

Við örútboð við kaup á þjónustu skal leggja eftirfarandi matslíkan til grundvallar:

 • Verð umbeðinnar lausnar:                80-100%

 • Ákjósanlegir þjónustu– og/eða 
  gæðaþættir
   að mati verkkaupa:        0-20%

Ef um leigu er að ræða er miðað við heildarleigukostnað samnings í verðsamanburði.

 • Verð:  80 – 100% Einkunn bjóðanda fyrir verðþáttinn er reiknuð sem hér segir:
  Verð= (Lægsta verð/Tilboðsverð)*Vægisprósenta verðs
 • Gæði og þjónusta:  0 – 20%

Heildareinkunn bjóðanda verður þá = Einkunn fyrir verðþátt að viðbættri samtölu einkunna fyrir gæða- og þjónustuþætti

Verkkaupi getur tilgreint og gefið stig fyrir æskilega þjónustu- og/ eða gæðaþætti sem eru af áhuga og virði fyrir verkkaupa og bjóðandi getur uppfyllt í mismiklum mæli.

Fyrir hvern þjónustu – og/eða gæðaþátt sem beðið er um skulu gefin fyrirfram ákveðin stig til einkunnar þannig að bjóðanda sé við tilboðsgerð ljóst hvaða einkunn hver þáttur fær í matslíkani. Ef óskað er eftir tilboðum í mishátt þjónustustig skal uppgefið fyrirfram hvernig hvert þjónustustig verður metið til einkunnar. Bjóðendur fá því aðeins einkunn bjóði þeir umbeðinn þátt. Að öðrum kosti fær bjóðandi núll (0) í einkunn fyrir þáttinn.

Dæmi um slíkt er krafa um þjónustustig þar sem svar við útkall innan 15 mínútna frá símtali gefur hæstu einkunn eða sérstök vottun birgja, búnaðareininga eða verkferla gefur tiltekin stig til einkunnar en engin vottun engin stig.

Kaupanda er heimilt að setja fram kröfur um févíti sem mega nema allt að 20 % af heildarvirði samnings ef ekki er staðið við samninga um þjónustu, afhendingartíma búnaðar eða umsaminn viðbragðstíma. Verkkaupa er heimilt að velja önnur vanefndaúrræði kröfuréttar, þ.e. krefjast afsláttar eða skaðabóta og lýsa yfir riftun samnings.

Tilboð frá seljendum / þjónustuaðilum

Efni seljandi til sértilboða, útsölu eða samsvarandi verðlækkana á samningstímanum skal þess gætt að aðilar að rammasamningi njóti ætíð hagstæðasta verðs sem í boði er.

Seljendur

Advania ehf.
Guðrúnartún 10
Sími: 4409000
Tengiliður samnings
Ari Sigurðsson
Opin Kerfi
Höfðabakka 9
Sími: 570 1000
Tengiliður samnings
Reynir Stefánsson
Origo ehf.
Borgartún 37
Sími: 5161000
Tengiliður samnings
Emil Gunnar Einarsson
Premis ehf.
Skútuvogur 2
Sími: 547 0000
Tengiliður samnings
Bjarki Jóhannesson
Sensa hf.
Sími: 4141400
Tengiliður samnings
Ívar Hákonarson
Til ehf.
Sími: 6505400
Tengiliður samnings
Árni Laugdal
TRS ehf.
Eyrarvegur 37
Sími: 4803300
Tengiliður samnings
Gunnar Bragi Þorsteinsson
VS tölvuþjónusta ehf.
Sími: 5759200
Tengiliður samnings
Sigurþór Þorgilsson
Þekking - Tristan hf.
Urðarhvarf 6
Sími: 4603100
Tengiliður samnings
Jóhann Másson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.