RK 04.01 Húsgögn
- Gildir frá: 01.12.2019
- Gildir til: 01.12.2023
Um samninginn
Rammasamningur um húsgögn tók gildi 1.12.2019 í kjölfar útboðs númer 21016 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn. Samingnum hefur nú verið framlengt í annað sinn og er því á sínu loka ári til 01.12.2023.
Vöru- og/eða þjónustuflokkar
Samningnum er skipt í þrjá flokka:
- Almenn skrifstofuhúsgögn
Skrifborð, rafdrifin skrifborð, hliðarborð, vinnuborð, skúffuskápar, skrifborðsstólar, hljóðdempandi skilrúm, skjalaskápar, geymsluskápar, fundarborð, fundarstólar, móttökuborð og hillur. - Skólahúsgögn
Húsgögn fyrir öll skólastig, frá leikskóla til háskóla, kennslustofur, biðsali, leik- og frístundaherbergi, kennslurými, nemendaskápa og önnur húsgögn sem skólar þurfa. - Önnur húsgögn (s.s. biðstofu-, kaffistofu- og mötuneytishúsgögn m.a.)
Húsgögn fyrir ráðstefnusali, biðstofur, kaffistofur, mötuneyti, almennings- og tómstundarými auk annarra óupptalinna húsgagna.
Til upplýsinga um kaup í hlutum:
- Fyrirtæki (birgjar) í hluta 1 geta boðið í öll skrifstofuhúsgögn, óháð því hver sé kaupandi.
- Fyrirtæki (birgjar) í hluta 2 geta boðið í öll húsgögn þar sem kaupandinn er skóli.
- Fyrirtæki í hluta 3 bjóða í allt sem fellur ekki undir flokk 1 og greinar 1.6.2.1.-1.6.2.8. (nemendaborð og nemendastólar) í rammasamningnum, óháð því hver sé kaupandi.
Til frekari skýringa – sjá Leiðbeiningar Ríkiskaupa
Undanskilin þessum rammasamningi eru kaup á sérhæfðum húsgögnum fyrir sjúkra‐ og hjúkrunarrými og kaup á húsgögnum sem ekki eru hluti af stöðluðu framboði samningsaðila og eða eru sérsmíði ýmiss konar.
Allar nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru undir flipanum „Skoða kjör“.
Kaup innan rammasamnings
Verðmæti undir 5.000.000,- kr. m. vsk.
Kaupandi mun leita til birgja í umsömdum vöruflokk.
Kaupanda er við kaupákvörðun heimilt að taka tillit til og meta til hagkvæmni kaupa, tiltekna þjónustu, gæði, útlit þ.m.t. lit og form, afhendingu og afgreiðslu. Jafnframt skal kaupandi skv. 24. gr. laga um opinber innkaup ávallt gæta hagkvæmni og gera samanburð meðal allra bjóðanda í hverjum flokki. Slíkur samanburður skal jafnan gerður með rafrænum aðferðum.
Með einstökum vörukaupum er átt við samanlögð vörukaup innan 3ja almanaksmánaða. Tilboð um verð vegna einstakra kaupa, þar sem ítarlegri skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið settar fram, skulu fengin með verðsamkeppni í örútboðum meðal samningsaðila til að tryggja virka samkeppni á samningstíma.
Verðmæti yfir 5.000.000 kr. m. vsk.
Fari einstök kaup yfir kr. 5.000.000,- kr. með vsk., skal efna til örútboðs milli allra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn.
Örútboð
Í örútboði má setja fram eftirfarandi valforsendur og vægi;
- Verð 30-100%
- Aukin þjónusta 0-50%
- Aukin umhverfisskilyrði 0-50%
- Gæðavottanir vöru eða þjónustu 0-50%
- Gæði vöru 0-50%
- Útlit, s.s. litur, form osfrv. 0-50%
- Afgreiðslu- og afhendingartími 0-50%
Öll almenn ákvæði rammasamnings eiga við um örútboð eftir því sem við á nema annað sé tekið fram. Allar lágmarkskröfur í rammsamningi skulu gilda og eiga við um örútboð og þarf ekki að taka það fram sérstaklega í örútboðum.
Til viðbótar þá er heimilt að minnka/auka við eða ítra kröfur til boðinnar vöru og/eða þjónustu í örútboðum en skal það þá sérstaklega tekið fram.
Undir flipanum „Seljendur“ hér að ofan er hægt að senda örútboð/fyrirspurn til seljenda.
Seljendur
Skoða kjör
Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.