Fara í efni

Rammasamningar

RK 09.03 Hreinlætisefni og pappír

  • Gildir frá: 10.02.2015
  • Gildir til: 31.03.2019

Um samninginn

Samningurinn rann út 31.3.2019 og verður boðinn út að nýju. Útboðið verður auglýst á www.utbodsvefur.is

Nýr rammasamningur um hreinlætisefni og pappír tók gildi 10.2.2015 og gildir í tvö ár með framlengingarákvæði 2 sinnum eitt ár í senn. Samningi hefur verið framlengt öðru sinni og gildir til 31.3.2019. Virkt verðeftirlit skilar árangri!Samið var um eftirfarandi flokka:

1.       Hreinlætispappír

(Salernispappír, eldhúsrúllur, handþurrkur, bekkjapappír, munnþurrkur ofl.)

2.       Húðvörur – hreinlætisefni

(Handsápa (fljótandi), handsápa fyrir heilbrigðisstofnanir, handþvottakrem, handáburður, sápuskammtarar, hársápa (shampó), handspritt ofl.)

3.       Iðnaðarvörur – hreinlætisefni

(WC hreinsiefni o.fl., alhliða hreinsi- og hreingerningaefni, gólfþvottaefni (allar tegundir), gólfbón f. vinyl- og linoleum dúka (allar tegundir), uppþvottaefni f. áhöld (allar tegundir), fljótandi uppþvottagljái í vél, efni fyrir gólfþvottavélar, þvottaefni fyrir tauþvott, klór (m.a. sundlaugaklór), hreinsispritt, alhliða hreinsiefni fyrir eldhús og mötuneyti).

4.       Áhöld fyrir hreinlætisefni og –pappír

(Ræstivagnar og fylgihlutir, klútar, burstar, svampar o.fl., moppur, skrúbbar, sköfur, sópar, skóflur o.fl., grindur og fötur,  önnur hliðstæð/tengd áhöld).

Leitað var eftir mjög fjölbreyttu úrvali á hreinlætispappír, hreinlætisefnum og áhöldum til hreingerninga og að söluaðilar hafi sem breiðast vöruúrval í hverjum flokki.

Vakin er athygli á allar vörur sem seljandi selur og tilheyra ofangreindum flokkum eru hluti af rammasamningnum. Þær vörur sem tilgreindar eru hér að ofan eru aðeins listi yfir algengar vörur sem gert er ráð fyrir er að kaupa hjá einum eða fleirri þeirra bjóðenda sem samið verður við.  

Vistvænar kröfur

Gerð er lágmarkskrafa um umhverfisvottun til söluaðila. Seljendur geta boðið upp á vörur, í þeim flokkum sem þeir eru seljendur, sem uppfylla grunnviðmið viðeigandi VINN skilyrða.

Eftirfarandi VINN skilyrði eiga við vörur í þessum samningi:

1.         Hreinlætispappír – vinn.is – Grunnskilyrði – Pappírsvörur

2.         Húðvörur – hreinlætisefni (undantekning handspritt) – Grunnskilyrði – Sápa og hársápa

3.         Iðnaðarvörur – hreinlætisefni (undantekning klór, bónleysir og hreinsispritt) -  Grunnskilyrði - Ræstivörur og þjónusta

Kaupendur geta hvenær sem er á samningstíma sannreynt að farið sé að kröfum um umhverfis-skilyrði. Gera má ráð fyrir að eftirlitsaðili f.h. kaupenda framkvæmi fyrirvaralaust eftirlit á samningstíma hjá seljanda svo oft sem þurfa þykir.

Öllum seljendum ber að viðhalda vottun sinni yfir samningstímann.

Kaup í rammasamningi

Kaup í rammasamningi fara fram með tvennum hætti:

1.       Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsverði seljenda.

2.       Fari einstök kaup eða samningsfjárhæð yfir 250 þúsund kr. (án vsk.) á samningstíma skulu kaupin boðin út í örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamningshafa sem efnt geta samninginn. Örútboð má einnig viðhafa við kaup undir áðurnefndri viðmiðunarfjárhæð.

Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum sem fyrirhuga kaup á samskonar vöru eða þjónustu er heimilt að fara í  sameiginlegt örútboð.  Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðnu teknar saman sem ein innkaup.  Jafnframt er skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta.  Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammsamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem getið er um í rammasamningsútboðinu.  Markmið með slíkum sameiginlegum kaupum er annars vegar að kaupendur fái hagstæðara verð vegna meira magns og að seljendur fá tækifæri til þess að skipuleggja betur útvegun og afhendingu á því sem fyrirhugað er að kaupa í örútboðinu.

Tilboð seljenda

Hér má finna tilboðsbækling Rekstrarvara með tilboðum sem gilda í ágúst og september 2016.

Vefverslun Rekstrarvara á www.rv.is (Opnast í nýjum vafraglugga) er opin allan sólarhringinn. Þar er einfalt, þægilegt og öruggt að versla, á þeim tíma sem hentar viðskiptavinum og sparar tíma. Við innskráningu sér viðskiptavinur verðin sín, t.d. rammasamningsverð.

Upplýsingar frá Olís / Rekstrarlandi

Hjá Olís / Rekstrarlandi er lagður mikil metnaður í að finna einfaldar og hagkvæmustu leiðirnar sem eru í boði.  
Ráðgjafar eru alltaf tilbúnir að koma á staðinn, yfirfara og aðstoða með val á réttu vörunum og svara þeim spurningum sem geta komið. 

Seljendur

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.