RK 12.03 Gólfefni, þiljur og kerfisloft
- Gildir frá: 09.12.2017
- Gildir til: 11.12.2020
Um samninginn
Nýr samningur tók gildi 9.12.2017 og gildir í eitt ár með heimild til framlengingar þrisvar sinnum til eins árs í senn.
Samingurinn hefur verið framlengdur í annað sinn til 11.12.2020.
Markmið útboðsins er að veita áskrifendum möguleika á kaupum á gólfefnum, þiljum og kerfisloftum á hagstæðu verði, að uppfylltum lágmarkskröfum og hæfi bjóðanda. Rammasamningurinn nær til kaupa á gólfefnum, þiljum og kerfisloftum.
Gólfefni, þiljur og kerfisloft
Undir flokkinn falla eftirfarandi vörur: Lofta- og veggþiljur, kerfisloft, flísar, fúga og flísalím, mottur, dreglar og renningar, parket og parketlím, golf- og frágangslistar, teppi, dúkur og dúkalím, undirlag, og aðrar sambærilegar vörur.
Rammasamningur þessi nær eingöngu til einstakra vörukaupa á gólfefnum, þiljum og kerfisloftum sem er yfir 50.000 krónum.
Einstök vörukaup á gólfefnum, þiljum og kerfisloftum undir 50.000 krónum falla undir RK 12.01 Almennar byggingavörur.
Með einstökum vörukaupum er átt við samanlögð vörukaup innan hvers almanaksmánaðar.
Kaup innan samnings
Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi með örútboðum þannig að kaupandi hefur samband rafrænt við seljendur innan samnings og fær verðtilboð. Allir seljendur skulu fá sömu upplýsingar á sama tíma. Ávallt skal velja hagkvæmasta tilboð í samræmi við valforsendur örútboðs.
Leyfilegar valforsendur í örútboðum.
Í örútboðum má setja fram eftirfarandi valforsendur og skal vægi þeirra vera í samræmi við neðangreint:
- Verð 50 - 100%
- Gæði 0 - 50%
- Afhendingartími 0 - 50%
- Umhverfisskilyrði 0 - 50%
Nánar um örútboð
Örútboð er innkaupaferli þar sem kaupandi leitar, með hæfilegum fyrirvara, skriflegra tilboða meðal tiltekinna rammasamningshafa um skilmála sem ekki hefur verið mælt fyrir um í viðkomandi rammasamningi og lýkur jafnan með samningi við þann bjóðanda sem leggur fram besta tilboðið á grundvelli hlutlægra viðmiðana sem fram koma í útboðsskilmálum rammasamningsins.
- Við gerð hvers einstaks samnings skal kaupandi ráðfæra sig skriflega við rammasamningshafa/seljendur innan samnings.
- Kaupandi skal ákveða tilboðsfrest sem er nægilega langur til að rammasamningshafar geti gert tilboð vegna þess samnings sem um er að ræða. Við mat á lengd frests skal taka tillit til hversu flókið efni samningsins er svo og sendingartíma.
- Tilboð rammasamningshafa skulu vera skrifleg og skulu ekki opnuð fyrr en tilboðsfrestur hefur runnið út
- Kaupandi skal velja á milli tilboða rammasamningshafa á grundvelli valforsendna sem fram hafa komið í skilmálum rammasamnings.
Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum er heimilt að fara í sameiginlegt örútboð. Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðinu teknar saman sem ein innkaup. Jafnframt skal skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta. Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammasamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem getið er um í rammasamningsútboðinu. Markmið með slíkum sameiginlegum innkaupumer annars vegar að kaupendur fái hagstæðara verð vegna meira magns og að seljendur fá tækifæri til þess að skipuleggja betur útvegun og afhendingu á því sem fyrirhugað er að kaupa í örútboðinu.
Öll almenn ákvæði rammasamnings eiga við um örútboð eftir því sem við á nema annað sé tekið fram.
Reiknivél
Þarftu að kaupa margskonar byggingavörur og þarftu aðstoð við sjá undir hvaða rammasamning vörukaupin falla ?
Nýttu þér REIKNIVÉLINA vegna rammasamnings um byggingavörur.
Seljendur
Skoða kjör
Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.