Fara í efni

Rammasamningar

RK 14.21 Endurskoðun

  • Gildir frá: 07.05.2018
  • Gildir til: 30.04.2023

Um samninginn

Nýr samningur tók gildi þann 7.5.2018 í kjölfar útboðs nr.20560 og gildir í eitt ár, með möguleika á framlengingu um eitt ár 4 sinnum.

Samningi hefur verið framlengt fjórum sinnum og gildir til 30.04.2023.

HVERS KONAR ÞJÓNUSTA FELLUR UNDIR ÞENNAN SAMNING?

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem eru tengdir endurskoðun opinberra aðila. Þetta eru þjónustuliðir sem að endurskoðun á opinberum stofnunum og eftir eðli máls sveitarfélög og þeirra stofnanir þurfa á að halda:  

1. Alþjóðlegar reikningsskilareglur (IFRS).
2. Alþjóðlegar reikningsskilareglur fyrir opinberar stofnanir (IPSAS) .
3. Reynsla af alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum (ISA). 
4. Reynsla á endurskoðunarstöðlum sem gilda fyrir opinbera aðila (ISSAI). 
5. Reynsla af endurskoðun fjármálafyrirtækja. 
6. Reynsla af endurskoðun orku- og veitufyrirtækj.a 
7. Reynsla af endurskoðun lánasjóða. 
8. Reynsla af endurskoðun sveitarfélaga og fyrirtækja á þeirra vegum.  
 

Kaupandi skal kaupa innan rammasamnings á grundvelli eftirfarandi forsendna: 

Í þessum samningi er upplýst um verðskrá bjóðanda fyrir verkefni sem áætlað er að taki allt að 100 tímum, annars skal fara í örútboð innan samnings. 

Bein kaup: 
Þegar áætlun kaupanda gerir ráð fyrir að verkefni taki 100 tíma eða minna getur kaupandi samkvæmt 29. gr OIL stuðst við birta verðskrá bjóðanda varðandi þjónustu sína. Grein 24 OIL á við um kaup undir 100 tímum. 

Kaup með örútboði:
Þegar áætlun kaupandi gerir ráð fyrir að verkefni taki meira en 100 tíma, skal bjóða verkefnið út með örútboði innan rammasamnings milli allra aðila samningsins. Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér fyrir neðan. Í örútboði setur kaupandi fram tæknilýsingu og og ákveður  valforsendur í samræmi við kafla 6.2.3. 

                                                    

Hæfniflokkar A, B og C

Umtalsverður munur er á hæsta og lægsta verði og munar þar miklu um skiptingu í hæfniflokka A, B, og C. 

Athugið að vegna málvenju hefur A, B, C flokkun verið breytt frá fyrra útboði og snúið við. 
A flokkur er nú sá flokkur sem er notað fyrir starfsmenn með mesta reynslu og löggildingu.

Flokkur A
Löggilding í endurskoðun þegar um er að ræða endurskoðunarverkefni. Hæfni í hæsta gæðaflokki og viðkomandi talinn sérfræðingur á sínu sviði.
Reynsla: Reynsla sem nýtist í verkefninu og hefur unnið að mörgum sambærilegum verkefnum, sbr. ferilskrá.
Stjórnunarhæfni: Hefur langa og víðtæka reynslu sem verkefnastjórnandi.
Sjálfstæði: Mjög mikið.

Flokkur B

Þekking: Lágmarksmenntun er BSc/BA gráða eða sambærileg menntun (180 ECTS einingar) sem nýtist í þessu verkefni og/eða framhaldsmenntun á endurskoðunarsviði eins og Cand.oecon gráða. Starfsmaður er mjög hæfur og er með mjög góða þekkingu á sínu sviði
Reynsla: Að minnsta kosti 3 ára reynsla vegna boðinna verkefna. Hann er góð fyrirmynd annarra sérfræðinga. Hann hefur tekið þátt í og lokið með fullnægjandi hætti stórum verkefnum.
Stjórnunarhæfni: Starfsmaður getur borið ábyrgð á verkefnum í sínu sviði og verið í forystu í minni og millistórum hópum.
Sjálfstæði: Getur vel unnið sjálfstætt.

Flokkur C

Þekking: Starfsmaður hefur að minnsta kosti 3 ára háskólamenntun (0-3 ár frá útskrift) á sínu sviði. Að lágmarki BSc/BA gráðu eða sambærilega menntun (180 ECTS einingar) sem nýtist í þessu verkefni. Þeir sem hlotið hafa viðurkenningu fjármálaráðuneytisins sem „Viðurkenndir bókarar“ eru samþykktir í þessum flokki. Ræður við einföld verkefni.
Reynsla: Starfsmaður hefur 1-3 ára reynslu á vinnumarkaði ásamt því að hafa tekið þátt í einu eða fleirum álíka verkefnum og boðin eru.
Stjórnunarhæfni: Starfsmaður þarf leiðbeiningar frá öðrum.
Sjálfstæði: Getur unnið án aðstoðar einföld, vel afmörkuð verk.

Seljendur

Advant endurskoðun ehf.
Laugavegur 178
Sími: 5711010
Tengiliður samnings
Sveinn Reynisson
Deloitte ehf.
Smáratorgi 3
Sími: 5803000
Tengiliður samnings
Ingvi Björn Bergmann
Enor ehf.
Hafnarstræti 53
Sími: 4301800
Tengiliður samnings
Davíð Búi Halldórsson
Ernst & Young hf.
Borgartúni 30
Sími: 5952500
Tengiliður samnings
Hafdís B. Stefánsdóttir
Grant Thornton endurskoðun ehf.
Suðurlandsbraut 20
Sími: 5207000
Tengiliður samnings
Sturla Jónsson
Íslenskir endurskoðendur Bíldshöfða slf.
Bíldshöfða 14
Sími: 5950100
Tengiliður samnings
Sveinbjörn Sveinbjörnsson
Íslenskir endurskoðendur ehf.
Bíldshöfða 12
Sími: 5278700
Tengiliður samnings
Guðni Þór Gunnarsson
KPMG hf.
Borgartun 27
Sími: 5456000
Tengiliður samnings
Magnús Jónsson
Pricewaterhouse Coopers ehf.
Skógarhlíð 12
Sími: 5505300
Tengiliður samnings
Ljósbrá Baldursdóttir
Rýni endurskoðun ehf.
Suðurlandsbraut 108
Sími: 5102000
Tengiliður samnings
Gunnar Þór Ásgeirsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.