Fara í efni

Rammasamningar

RK 07.06 Borðbúnaður og eldhúsáhöld

  • Gildir frá: 01.04.2016
  • Gildir til: 31.03.2020

Um samninginn

Nýr samningur tók gildi 1. apríl 2016 og gilti til 31.03.2018 með heimild til framlengingar tvisvar sinnum í eitt ár í senn. Samningnum hefur verið framlengt í annað sinn og gildir nú til 31.3.2020.

Samningnum var skipt upp í fjóra flokka, borðbúnað, einnota borðbúnað, eldhúsáhöld og aðrar vörur. Þannig nær samningurinn til allra stærða og gerða af glösum diskum, skálum, bollum og hnífapörum auk annarra eldhúsáhalda auk einnota borðbúnaðar sem eru einnota pappa-, frauð-  og plastglös og mál, pappa- og plastdiskar og plasthnífapör.

Samið var við Bakó Ísberg ehf.,  Byggt og búið ehf., Fastus ehf, GS Import ehf., Papco hf., Ræstivörur ehf. og Rekstrarvörur ehf.

Fyrirtæki Flokkur 1 
Borðbúnaður
Flokkur 2
Einnota borðb.
Flokkur 3 
Eldhúsáhöld
Flokkur 4
Aðrar vörur
Sérmerking
Umhverfis-
vænar
vörur í boði
Vottun v/ samfélags-
legrar ábyrgðar
Bakó Ísberg

NEI

Byggt og búið

 NEI  JÁ
NEI NEI NEI
Fastus

   JÁ

NEI
GS Import

NEI NEI NEI
NEI NEI
Papco
NEI

 

NEI NEI
NEI
Ræstivörur
NEI
NEI NEI NEI
Rekstrarvörur


NEI

Athugið að ekki eru allir seljendur aðilar að öllum flokkunum fjórum, sjá töflu hér fyrir ofan. Mikilvægt er að kaupendur sem nota örútboðstakkann á síðunni okkar muni eftir að taka fram við seljendur að í örúboðum er einungis ætlast til að þeir bjóði í sömu flokka og í rammasamningsútboðinu.

Kaup innan rammasamnings 

Kaup innan rammasamning geta farið fram með eftirfarandi hætti: 

  1. Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsbundnum kjörum og verði seljenda. Ávallt skal velja hagkvæmasta boðið.
  2. Fari einstök kaup eða samningsfjárhæð yfir kr. 500.000,- (með vsk.) á samningstíma skulu kaupin boðin út í örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamningshafa sem efnt geta samninginn.

Meginreglan er að við innkaup undir viðmiðunarfjárhæð kanni kaupendur hvaða kostir eru í boði hjá seljendum innan rammasamnings og geri verðsamanburð til þess að tryggja sem hagstæðust kaup. 

Kaupendum er heimilt að sameinast um innkaup og auglýsa sameiginlegt örútboð ef kostnaðaráætlun fer yfir örútboðsmörk.  Á það bæði við um kaupendur sem eru einir og sér undir örútboðsmörkum og kaupendur yfir mörkunum. 

Framkvæmd örútboðs 

Ef einstök kaup fara yfir kr. 500.000,- (með vsk.) skal bjóða kaupin út í örútboði. Valforsendur sem kaupendur geta sett fram í matslíkani örútboðs eru: 

  • Verð: 50-100 %
  • Gæði: þ.m.t. efni, styrkleiki, útlit, notkunareiginleikar 0-50%
  • Afhendingartími: 0-25%
  • Magn: 50-100 % 

Kaupendur geta nýtt sér örútboðshnapp á vef Ríkiskaupa við innkaup sín. Þeir skilgreina þær valforsendur sem liggja til grundvallar og gefa hverri valforsendu vægi. Kaupandi lýsir vöru á þann hátt að fram koma þeir eiginleikar sem varan skal uppfylla s.s hert gler, tvíbrennt postulín, þykkt postulíns, kantábyrgð, litur, stærð, lögun, hitaleiðni, hitaþol, áferð, tegund stáls, osfrv. 
Heimilt er að óska sérstaklega eftir vörum sem framleiddar eru á vernduðum vinnustöðum með vísan til laga um opinber innkaup og hafna vöru ef hún er framleidd við aðstæður eða með aðferðum sem valda mengun eða skaða á lífríkinu. 

Athugið að ekki eru allir seljendur aðilar að öllum flokkunum fjórum, sjá töflu hér fyrir ofan. Mikilvægt er að kaupendur sem nota örútboðstakkann á síðunni okkar muni eftir að taka fram við seljendur að í örúboðum er einungis ætlast til að þeir bjóði í sömu flokka og í rammasamningsútboðinu.  

Tilboð frá seljendum / þjónustuaðilum 

Efni seljandi til sértilboða, útsölu eða samsvarandi verðlækkana á samningstímanum skal þess gætt að aðilar að rammasamningi njóti ætíð hagstæðasta verðs sem í boði er.

Seljendur

Bako Ísberg ehf
Höfðabakka 9
Sími: 5956200
Tengiliður samnings
Guðmundur Kr. Jónsson
Byggt og Búið ehf.
Kringlunni 8-12
Sími: 5689400
Tengiliður samnings
Jens Harðarson
Fastus ehf.
Síðumúla 16
Sími: 5803900
Tengiliður samnings
Steinar Sigurðsson
GS Import ehf.
Garðabraut 2a
Sími: 892 6975/89
Tengiliður samnings
Gísli S. Þráinsson
Papco fyrirtækjaþjónusta ehf.
Stórhöfða 42
Sími: 5877788
Tengiliður samnings
Sveinn Þorsteinsson
Rekstrarvörur ehf
Réttarhálsi 2
Sími: 5206666
Tengiliður samnings
Kristbjörn Jónsson
Ræstivörur ehf.
Tunguhálsi 10
Sími: 5207700
Tengiliður samnings
Baldur Jóhannsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.