Fara í efni

Rammasamningar

RK 17.02 Blikksmíði

  • Gildir frá: 07.09.2020
  • Gildir til: 06.09.2022

Um samninginn

Nýr rammasamningur um þjónustu iðnmeistara tók gildi 07.09.2020 og gildir í tvö ár.
Heimilt er að framlengja samningi um 1 ár í senn, tvisvar sinnum
.

Rammasamningsútboð þetta nær ekki til vinnu iðnaðarmanna og/eða verktaka við verkefni sem tengjast fornleifum, endurgerð og/eða vernd slíkra minja. 
Hér má finna lista yfir aðila að rammasamningum Ríkiskaupa. 

Undanskildir kaupendur eru Akraneskaupstaður, Akureyrarbær, Garðabær,  Hafnarfjarðarbær, Isavia,  Kópavogsbær, Landspítali, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Ríkiseignir. 

Leiðbeiningar fyrir kaupendur - þjónusta iðnmeistara, myndband 

Kaup innan samnings

Kaupa skal inn í rammasamningi eftir annarri hvorri leið eftir því sem við á hverju sinni:

A.
Þegar umfang innkaupa er minna en 500 tímar, skulu innkaup fara fram samkvæmt fastverðshluta samningsins (A‐ Hluta), á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum.

Samningsaðilum verður raðað upp eftir lægsta tilboðsverði í þjónustu iðnmeistara, lægsta tilboðsverð efst og hin í röð þar fyrir neðan. Við kaup í þessum hluta samnings skal kaupandi fyrst leita til þess sem býður lægsta verð. Geti hann ekki tekið að sér verkefnið eða selt þjónustuna/vöruna, skal gengið að þeim næsta og svo koll af kolli þar til aðili finnst sem getur annast verkefnið eða selt þjónustuna/vöruna.

B.
Þegar umfang innkaupa er meira en 500 tímar eða aðrir en skilmálar í fastverðshluta (s.s.véla‐ og tækjaverð ekki innifalið, verktími ekki skilgreindur, eftirlit hjá kaupanda o.s.frv.) skal bjóða það út með örútboði í örútboðshluta samningsins (B‐ Hluta) eftir að skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið skýrðar nánar milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn.

Örútboð skulu send á alla bjóðendur í þeim flokki sem við á hverju sinni.

Undir flipanum „Seljendur" er hnappur „Örútboð"  þar getur kaupandi með einum smelli sent sín örútboðsgögn beint til allra mögulegra seljenda.

Upplýsingar um örútboð má finna hér.

Annað

Í þessum rammasamningi áskildu kaupendur sér rétt, með heimild í 2. mgr. 40. gr. OIL, til að bjóða út með almennu útboði verkefni yfir útboðsmörkum innanlands skv. 1. mgr. 23. gr. OIL.

Nánari upplýsingar undir flipanum skoða kjör

 

Verð og verðbreytingar - samanber eftirfarandi kafla útboðsgagna: 1.5.12

Tilboðsverð skulu vera föst út samningstímann.

Heimilt er að óska eftir verðbreytingu tvisvar á ári 15. apr og 15. okt að því tilskildu að launavísitala iðnaðarmanna breytist um +/‐ 5%.

Upphafsvísitala rammasamningsins verður gildandi launavísitala iðnaðarmanna á opnunardegi tilboða.

Ósk um verðbreytingu ásamt nýju verði skal berast á tölvutæku formi fyrir 10. apríl og 10.okt.

Formið skal sent á netfangið utbod@rikiskaup.is. Í tölvupósti skal taka fram númer rammasamnings og að um sé að ræða ósk um

Seljendur skulu gera ráð fyrir í tilboðum sínum að það getur tekið tíma fyrir launabreytingar að koma fram í vísitölu.

Skilmálar um verðbreytingar geta verið aðrir í örútboðum en tilgreint er hér. Þess skal gætt að aðilar að rammasamningi njóti ætíð hagstæðasta verðs sem í boði er.

 

Til útreiknings verðbreytinga:

Opnun tilboða var dags: 10.6.2020

Vísitala í gildi við opnun tilboða var Febrúar gildið - 105,6 - sem var birt um 20 maí 2020 = Grunnviðmið til verðbreytinga.

Gildandi launavísitala er birt mánaðarlega á vef hagstofunnar, um 20. hvers mánaðar - sjá hér á Vefsíðu Hagstofunnar: >> Samfélag >> Laun og tekjur >> Vísitölur launa >> Vísitölur launa >> Mánaðarleg launavísitala á almennum vinnumarkaði eftir starfsstétt frá 2015.

Launavísitala byggir á tímakaupi reglulegra launa í hverjum mánuði og er vísitala einstakra undirhópa reiknuð og birt um 90 dögum eftir að viðmiðunarmánuði lýkur.

Seljendur

Bergraf - Stál ehf.
Selvík 3
Sími: 6608128
Tengiliður samnings
Sveinbjörn Jónsson
Blikk og tækniþjónustan ehf.
Kaldbaksgata 2
Sími: 4624017
Tengiliður samnings
Valþór Brynjarsson
Blikkiðjan ehf.
Iðnbúð 3
Sími: 8920008
Tengiliður samnings
Höður Guðlaugsson
Blikkrás ehf.
Óseyri 16
Sími: 4627770/893
Tengiliður samnings
Oddur Helgi Halldórsson
Blikksmiðja Ágústar Guðjónssonar
Vesturbraut 14
Sími: 4212430
Tengiliður samnings
Sveinn Finnur Helgason
Blikksmiðja Guðmundar ehf.
Akursbraut 11b
Sími: 6901731
Tengiliður samnings
Emil Sævarsson
Ísloft - Blikk- og stálsmiðja ehf.
Bildshöfði 12
Sími: 5876666
Tengiliður samnings
Helgi Pétursson
K16 ehf.
Haukdælabraut 102
Sími: 8629192 / 5
Tengiliður samnings
Hannes Þór Baldursson
Launafl ehf.
Hraun 3
Sími: 414 9400
Tengiliður samnings
Kristján Pálsson
Sólhús Ltd.
Tröllaborgir 18
Sími: 8997012
Tengiliður samnings
Gudmundur Yngvason
Tveir smiðir ehf.
Hafnarbraut 7
Sími: 8492719
Tengiliður samnings
Indriði Karlsson
ÞH Blikk ehf.
Gagnheiði 37
Sími: 4822218
Tengiliður samnings
Þröstur Hafsteinsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.