Fara í efni

Undirritaður samningur um útboð fyrir nýtt hafrannsóknaskip

 Hafrannsóknastofnun og Ríkiskaup undirrituðu í dag, 5.september 2019, samning um útboðsvinnu fyrir nýtt hafrannsóknaskip.

Samninginn undirituðu Halldór Ó Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa og Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar.

Ragnar Davíðsson sviðsstjóri þjónustu hjá Ríkiskaupum og Sólmundur Már Jónsson sviðstjóri mannauðs og rekstrar hjá Hafrannsóknastofnun voru viðstaddir undirritunina.

Samstarfssamningur sem þessi er mikilvægt skref í því að tryggja Hafrannsóknastofnun greiðan aðgang að traustri ráðgjöf og þjónustu sérfræðinga hjá Ríkiskaupum.