Fara í efni

Tilkynning um fyrirhuguð útboð á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli – útboðsgögn verða birt 22. mars næstkomandi

Ríkiskaup fyrir hönd Utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslu Íslands vekja athygli á auglýsingu bandarískra yfirvalda um fyrirhugað útboð á tveimur hönnunar- og byggingaverkefnum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Útboðsgögn verða birt 22. mars næstkomandi. Annars vegar er um að ræða hönnun og verkframkvæmd vegna breytinga á Flugskýli 831 og hins vegar hönnun og bygging sjálfvirkrar þvottastöðvar fyrir flugvélar. Bandarísk yfirvöld fjármagna og bjóða út þessa hönnun/framkvæmd og munu eingöngu semja við íslensk og/eða bandarísk fyrirtæki um verkefnið. Þar sem framkvæmd þessi er alfarið fjármögnuð af bandarískum yfirvöldum lýtur hún ekki íslenskum lögum og reglum um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að verkefnin tvö verði unnin samhliða.  Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu þurfa m.a. að uppfylla öryggis- og trúnaðarkröfur kröfur samanber varnarmálalög, reglugerð 959/2012 varðandi öryggisvottun, reglur sem gilda um aðgang að öryggissvæðum og Keflavíkurflugvöll, samanber t.d. reglugerð nr. 750/2016 og aðrar þær kröfur sem gerðar verða í útboðsgögnum.  Aðeins fyrirtæki sem hafa skráð sig í gagnagrunn bandarískra yfirvalda á geta tekið þátt í útboðsferlinu.

 Flugskýli 831, verkefni P-307

 Verkefni þetta snýr að breytingum á flugskýli 831. Breytingarnar felast í endurnýjun á hurð flugskýlisins og rafkerfi sem flugvélar tengjast við. Kostnaðaráætlun nemur 12.800.000 Bandaríkjadölum.

 Flugvélaþvottastöð, verkefni P-308

 Um er að ræða hönnun og verkframkvæmd vegna byggingar sjálfvirkrar þvottastöðvar fyrir flugvélar. Kostnaðaráætlun nemur 4.330.000 Bandaríkjadölum.

Fyrstu gögn vegna verkefnanna P307/308 hafa verið birt á vefslóðinni: NECO.NAVY.MIL. Tilvísunarnúmer er N6247018R4010. Þetta númer mun ekki breytast allan innkaupaferilinn og öll gögn verða birt undir þessu númeri á síðunni. Útboðsgögn munu birtast 22. mars næstkomandi undir þessu númeri.