Fara í efni

Rammasamningur um raftæki

Nýr rammasamningur um raftæki er væntanlegur fljótlega á nýju ári.

Árleg velta rammasamnings um raftæki hefur verið um 260 milj. á ári án vsk. Talsverð breyting verður á nýjum samningi og má áætla að ársveltan muni aukast talsvert á samningstíma.

Auk núverandi flokka sem eru almenn heimilistæki og hljóð og mynd, munu bætast við tveir flokkar í nýjum samning sem ramma inn raftæki fyrir stóreldhús og þvottahús og einnig raftæki fyrir svið og leikhús.

Ríkiskaup hefur fengið hagsmunaaðila að borðinu við vinnu að þessum samningi, bæði stóra kaupendur og einnig núverandi og mögulega seljendur innan samnings.

Þar til nýr samningur kemst á verða kaupendur að fara í útboð ef innkaup eru yfir viðmiðunarfjárhæðum um útboðsskyldu eða senda verðfyrirspurnir, ef innkaup eru undir viðmiðunarfjárhæðum, og gera samanburð meðal sem flestra fyrirtækja með sannanlegum hætti. skv. 24. gr. OIL.

Áhugasamir seljendur eru hvattir til að fylgjast með auglýsingum á utbodsvefur.is Einfalt er að gerast áskrifandi að tilkynningum um ný útboð á vefnum.

Það er von Ríkiskaupa að nýr rammasamningur um raftæki muni nýtast öllum hagsmunaaðilum vel.