Fara í efni

Rafrænt útboðskerfi Ríkiskaupa

Kerfið mun auka skilvirkni við gerð útboðsgagna og tilboðsgerð seljenda, sem bætir verulega þjónustu Ríkiskaupa við hagsmunaaðila. Í rafrænum útboðskerfum geta bjóðendur sent tilboð sín rafrænt í stað þess að koma tilboðum til Ríkiskaupa á pappír í umslögum. Tilboðstími útboða getur verið styttri, gagnaframsetning verður skilvirkari og úrvinnsla tilboða rafræn. 

„Ríkiskaup hafa lengi stefnt að þessu og tímamótin eru mjög ánægjuleg“ segir Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri. „Við fáum nú hagkvæmt kerfi með notendavænu viðmóti.“ Innleiðing á kerfinu er að hefjast og munu bjóðendur því eiga kost á að senda tilboð sín rafrænt á næstunni. Á mynd eru Stefan Norr, sölustjóri Visma og Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa.