Fara í efni

Nýsköpunarmót haldið í fyrsta sinn!

Nýsköpunarmót hins opinbera var haldið í fyrsta sinn 3. október sl. Mikill áhugi var fyrir mótinu og fór alls 250 örfundir fram og mættu rúmlega hundrað manns. Þátttakendur af hálfu hins opinbera voru meðal annars Byggðastofnun, Landspítalinn, Landhelgisgæslan, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Stafrænt Ísland ofl. Fundirnir voru í formi svokallaðs „Match Making“ þar sem aðilar skráðu inn prófíl sinn á vefsvæði og í kjölfarið gátu þeir bókað fund með áhugaverðum aðilum.

Markmið mótsins var að efla nýsköpun í innkaupum hjá hinu opinbera í samstarfi við einkafyrirtæki.

Nýsköpunarmiðstöð, Ríkiskaup og Fjármála- og efnahagsráðuneytið stóðu fyrir mótinu. Við hjá Ríkiskaupum erum gríðarlega ánægð með Nýsköpunarmótið og verður vonandi um árlegan viðburð að ræða!