Fara í efni

Milljónir sparast í raforkuútboði ríkisins

Ríkiskaup framkvæmdu sameiginlegt örútboð á raforku fyrir 138 A hluta stofnanir ríkisins, eftir að nýr rammasamningur (RS) um raforku tók gildi í lok september 2019.

Niðurstaða örútboðsins var mjög góð. Áætlaður árlegur viðbótar ávinningur nemur rúmlega 70 milljónum króna eða að meðaltali 15% lækkun á fyrri viðskiptakjörum stofnanna.
Samið var til fjögurra ára og nemur þá samanlagður áætlaður ávinningur stofnanna um 280 milljónum króna á óbreyttum kjörum.

Samkeppni um viðskiptin var góð, öllum samningsaðilum var boðin þátttaka og bárust tilboð frá meirihluta seljenda innan rammasamnings.

Einnig varð verulegur sparnaður fyrir alla aðila að framvkæma eitt örútboð fyrir A – hluta stofnanir, uppfylla útboðskyldu þeirra á þessum viðskiptum sameigninlega, í stað þess að fara í mörg smærri örútboð.

Stofnunum sem tóku þátt í örútboðinu var skipt upp í 7 flokka eftir tegund og raforkunotkun.

  1. Aðrar A – hluta stofnanir (almennar).
  2. Vegagerðin.
  3. Landsspítali háskólasjúkrahús.
  4. Eftirlits og löggæslustofnanir.
  5. Heilbrigðis- og rannsóknarstofnanir
  6. Háskóli Íslands
  7. Mennta- og menningarstofnanir