Fara í efni

Heildarendurskoðun á Aðalskipulagi 2020-2032

Ísafjarðarbær og  Arkis arkitektar ehf.   undirrituðu 2. október 2019  samning um gerð nýs aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2020 – 2032.

Viðstaddir undirritunina voru Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Þorvarður Lárus Björgvinsson framkvæmdastjóri Arkís arkitekta, Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar og Björn Guðbrandsson arkitekt og eigandi Arkís arkitekta.

 Ríkiskaup sáu um að bjóða verkefnið út í örútboði innan rammasamnings um þjónustu sérfræðinga í umhverfis‐, skipulags‐ og byggingarmálum.